„Ferðamenn eru að leita að einhverju sönnu“

Rólumyndir eru algengar þegar fólk ferðast til Balí.
Rólumyndir eru algengar þegar fólk ferðast til Balí. Ljósmynd/Elizaveta Galitskaya_Dreamstime.com

Félagsmiðillinn TikTok hefur vaxið gríðarlega sem vettvangur fyrir fólk til þess að fá hugmyndir um ferðalög og upplýsingar um áfangastaði. 

Margt er jákvætt við þá þróun en ekki eru allir á eitt sáttir því mjög hefur borið á því að túristar hafi flætt yfir staði sem áður voru úr alfara leið og ekki á vitorði margra. Margir þessara staða ráða ekki við fjölda ferðamanna og valda miklu álagi á innviðina. Þetta kemur fram í umfjöllun National Geographic.

Mörg fyrirtæki hafa veitt þessari þróun viðnám og hafa t.d. veitingastaðir og kaffihús bannað fólki að taka upp myndskeið. Þá hafa miðlarnir ýtt undir óábyrga hegðun til þess að á sem bestum skotum.

Það sem heillar mest við TikTok umfram aðra félagsmiðla er að þar má finna stutt og hnitmiðuð myndskeið. „Það er ákveðinn heiðarleiki í myndskeiðum. Það er erfiðara að eiga við þau en t.d. ljósmyndir. Ferðamenn eru að leita að einhverju sönnu,“ segir Emma Cooke áhrifavaldur á TikTok.

Kannanir hafa sýnt að um 70% þeirra sem eru á TikTok bóka ferðalög eftir að hafa séð meðmæli á miðlinum og flestir á milli tvítugs og þrítugs nota TikTok sem leitarvél þegar kemur að áfangastöðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert