„Ég þarf alls ekki að fara til Tenerife“

Elisabete Fortes Elisabete Fortes
Elisabete Fortes Elisabete Fortes mbl.is/Arnþór

Elisabete Fortes er frá Portúgal og flutti til Íslands í lok árs 2007. Hún er 47 ára tveggja barna móðir og á tvö barnabörn. Hún stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Elements4travel rétt áður en kórónaveirufaraldurinn herjaði á samfélagið.

Í starfi sínu skipuleggur Elisabete og selur dagsferðir um Ísland. „Ég fer með ferðamenn um allt land og vinn í samstarfi við ýmis ævintýrafyrirtæki.“

Ein af jöklaferðunum sem hún hefur farið í.
Ein af jöklaferðunum sem hún hefur farið í. Ljósmynd/Aðsend

Það ætti ekki að flækjast fyrir henni að leiða alþjóðlegan hóp ferðafólks um landið þar sem hún talar portúgölsku, ensku, spænsku og auðvitað hið ylhýra mál, íslensku.

„Ég sé mig halda áfram að vinna í þessum bransa þar til líkaminn minn leyfir það ekki lengur.“

Elisabete með ferðamenn við Skógafoss.
Elisabete með ferðamenn við Skógafoss. Ljósmynd/Aðsend

Ekki einn staður í uppáhaldi

Elisabete fer með einkahópa í skipulagðar dagsferðir á sérútbúnum bíl í samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur. Hún hefur einnig tekið að sér leiðsögn fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki t.d. í jökla- og snjósleðaferðir og 4x4 ferðir.

Spurð um uppáhaldsstaðinn hérlendis segir hún nánast ómögulegt fyrir sig að velja úr einn stað. Hún sé týpan sem keyri lengri leiðina aðeins til að njóta náttúrunnar og útsýnisins. Á hverjum tíma sé því eitthvað nýtt sem skjóti upp kollinum og býr til eftirminnilega upplifun.

„Uppáhaldsstaðurinn minn gæti allt eins verið sá sem ég á eftir að heimsækja!“

Eitt er þó víst að hún þarf ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að slaka á og endurnæra sig. „Ég þarf alls ekki að fara til Tenerife eins og ég heyrði eina konu segja um daginn.“

„Linda í miðjunnni og ég erum vinkonur eftir hún kom …
„Linda í miðjunnni og ég erum vinkonur eftir hún kom til min í sína fyrstu ferð. Hún býr á Nýja-Sjálandi, hefur lesið tuttugu íslenskar bækur og ætlar að koma hingað aftur á næsta ári.“ Ljósmynd/Aðsend

Besta upplifunin

Fyrsti staðurinn sem Elisabete nefnir í tengslum við upplifun er fallegasta „veitingahús“ heims, í Þórsmörk, eins og hún orðar það. Þangað hefur hún farið með ferðamenn ásamt öðrum leiðsögumanni sem rekur fyrirtæki í óbyggðaferðum.

„Þar fá ferðalangarnir mínir dásamlegar íslenskar lambalundir með öllu tilheyrandi, algjörlega besta „stöff“ í heimi!“

Elisabete segir það einnig stórkostlega upplifun að sjá birta yfir andlitum ferðamanna þegar þeir sjá norðurljósin í fyrsta sinn. „Jöklaferðir og hellaskoðanir eru líka meðal minna uppáhaldsferða.“

Elisabete segir það einnig stórkostlega upplifun að sjá birta yfir …
Elisabete segir það einnig stórkostlega upplifun að sjá birta yfir andlitum ferðamanna þegar þeir sjá norðurljósin í fyrsta sinn. Ljósmynd/Aðsend

Í ferðum sínum reynir hún alltaf að leiða hópinn að torfhúsum til að sýna þeim hvernig Íslendingar lifðu af í erfiðum aðstæðum og risu upp sem nútímaþjóðfélag.

Heitar laugar, bæði náttúrulaugar og baðlón, eru eitt af eftirlætisafþreyingunni en í sérstöku uppáhaldi eru jarðböðin í Hvammsvík. „Þar sem ég synti í sjónum með syni mínum í fyrsta sinn á Íslandi. Útsýnið þar er ótrúlegt og ósnortið.“

Þá minnist hún einnar bestu upplifunar sinnar með hópi af ferðamönnum þegar hún leiddi hugleiðslu með átta manns í náttúrulaug sem þau fengu alveg út af fyrir sig.

4x4 ferð. Unnar í Óbyggðaferðir á leiðinni í Þórsmörk.
4x4 ferð. Unnar í Óbyggðaferðir á leiðinni í Þórsmörk. Ljósmynd/Aðsend
Fjallgöngur eru algjör ástríða. Hér er Elisabete í Kerlingafjöllum.
Fjallgöngur eru algjör ástríða. Hér er Elisabete í Kerlingafjöllum. Ljósmynd/Aðsend

Úr kulnun í ferðaþjónustu

Elisabete vann ýmis störf áður en hún byrjaði að vinna í ferðaþjónustu 2017 þegar hún hafði lokið meiraprófi. Spurð um ástæðu þess að hún hafi fært sig yfir í ferðaþjónustu segir Elisabete að árið 2014, þegar Ísland var orðinn vinsæll áfangastaður, lenti hún í kulnun.

Í kjölfarið kynnti hún sér andleg málefni og svokölluð „verkfæri“ til að stuðla að betri andlegri líðan, þ.á.m útivist og hreyfingu. „Þá áttaði ég mig á því hve mikið ég elska íslenska náttúru.“

„Hér fengum við þrjú ekta íslensk matarboð með nýju vinum …
„Hér fengum við þrjú ekta íslensk matarboð með nýju vinum okkar, Inga og Siggu, sem við kynnumst daginn áður á 4x4 ferð.“ Ljósmynd/Aðsend

Líf Elisabete á Íslandi er afar fjölbreytt og raðar hún klukkustundum dagsins saman í kringum samveru með börnunum sínum, eigin vellíðan, starf og áhugamál. „Ég er mjög forvitin og orkumikil og tek þátt í alls konar námskeiðum og viðburðum þar sem ég get lært eitthvað nýtt, bæði áhugavert og styrkjandi í leik og starfi.“

Ferðir Elements4travel hverfast um frumefnin vatn, jörð, loft og eld. „Ég er mjög sveigjanleg, elska að laga hlutina og „redda málunum“ á ferðinni, án streitu. Íslensk náttúra kenndi mér það,“ og segist hún leiðasegja ferðamönnum með hjartanu.

„Ég hef lært á erfiðan hátt að hlusta á innsæið og velja öryggi fram yfir áhættu, jafnvel þótt það kosti tækifæri eða peninga. Það er þess virði, því Ísland kennir þér alltaf eitthvað nýtt, um sjálfan þig, náttúruna og heiminn.“

Þessi var tekin með hóp sem var í „yoga retreat“ …
Þessi var tekin með hóp sem var í „yoga retreat“ á ION hóteli. Ljósmynd/Aðsend
Elisabete hefur lagt áherslu á í ferðum sínum að kynna …
Elisabete hefur lagt áherslu á í ferðum sínum að kynna ferðamönnum fyrir því hvernig Íslendingar komust úr torfkofunum og yfir í það að verða nútímasamfélag á pari við önnur ríki. Ljósmynd/Aðsend

Sex ráð Elisabete til ferðaþyrstra Íslendinga:

  • Forðast akstur að vetri til, nema viðkomandi hafi kynnt sér vegakerfið mjög vel og veðurspár. Ekki stoppa við veginn!
  • Vertu sveigjanlegur og jákvæður. Ísland er lifandi land með orku á sterum. Landið býður oftast meiri fegurð og tækifæri þegar fólk er í góðu skapi.
  • Verslaðu meira hjá litlum fyrirtækjum, sérstaklega úti á landi. Þannig styðjum við íslenskt samfélag.
  • Kauptu íslenskar bækur ef þú hefur tök á því.
  • Farðu í sund og spjallaðu við heimamenn í heitum pottum. Þú veist aldrei hvaða stórkostlegu sögur fólk ber með sér. „Á Íslandi hef ég lært að dást að því hvernig samfélagið og náttúran tengjast djúpt, með hlátri, tárum og magnaðri samveru.“
Kátt á hjalla með góðum hópi fólks.
Kátt á hjalla með góðum hópi fólks. Ljósmynd/Aðsend
Sólheimajökull. Ferð á vegum Troll expeditions.
Sólheimajökull. Ferð á vegum Troll expeditions. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka