„Veðrið er alltaf verst í forstofunni“

„Stundum er betra að tjalda í skafli,“ segir Rósa Jónsdóttir. …
„Stundum er betra að tjalda í skafli,“ segir Rósa Jónsdóttir. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum Páli Ásgeiri Ásgeirssyni. Ljósmynd/Aðsend

Rósa Sigrún Jóns­dótt­ir, leiðsögumaður hjá Ferðafé­lagi Íslands, seg­ir er­lenda ferðamenn og Íslend­inga alla jafna rétt klædda til úti­vist­ar hér­lend­is. Hún hafi þó þurft að taka fólk úr UGG-skóm og neyða það til að leigja hent­ugri skó eða jafn­vel binda brodda á tísku­skó, ekki ætluðum til erfiðrar úti­vist­ar, fyr­ir jökla­göngu á hörðum ís aust­ur í Öræf­um.  

Rósa er reynslu­bolti þegar kem­ur að úti­vist. Hún er fædd og upp­al­in á sveita­bæ fyr­ir norðan, rétt hjá Goðafossi. 

„Fyr­ir vikið er ég alin upp í nátt­úr­unni við að elta kýr og kind­ur,“ seg­ir hún og nátt­úru­teng­ing­in því ávallt verið mik­il.

„Við Páll á Kálfatindi,“ segir Rósa.
„Við Páll á Kálfat­indi,“ seg­ir Rósa. Ljós­mynd/​Aðsend
Rósa leggur hér línurnar fyrir gönguhópinn.
Rósa legg­ur hér lín­urn­ar fyr­ir göngu­hóp­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hjón­in sam­an í að leiðsegja ferðamönn­um

Eig­inmaður Rósu er Páll Ásgeir Ásgeirs­son og hef­ur hann skrifað fjölda göngu­leiðsögu­bóka. Rósa er menntaður kenn­ari og mynd­list­armaður sem vinn­ur mikið með nátt­úr­una.

„Þegar við kynn­umst þá för­um við strax að vera mikið úti og ferðast mikið. En alltaf bara tvö. Árið 2007 fór­um við fyrst að leiðsegja fyr­ir Ferðafé­lag Íslands.“

Hvor­ugt þeirra hef­ur farið í Leiðsögu­skól­ann, að sögn Rósu, en Páll hef­ur þó kennt í skól­an­um. Þau hafa hins veg­ar sótt alls kyns nám­skeið t.d. VFR-nám­skeið fyr­ir skyndi­hjálp í óbyggðum og jökla­nám­skeið svo þau geti tryggt ör­yggi fólks á jökli. 

„Að velja snjóloft.“
„Að velja snjóloft.“ Ljós­mynd/​Aðsend

„Fræðsluna og þekk­ing­una höf­um við að mestu öðlast á ferðum okk­ar um landið í tutt­ugu ár, bæði yfir vetr­ar- og sum­ar­tím­ann.“

Þeim þykir gott að leiðsegja sam­an því þau geti, og hafi, lent í ýmsu og nefn­ir Rósa dæmi þegar þau ætluðu að fara með ís­lensk­an hóp fólks um Lauga­veg­inn, á há­lend­inu. Þau hafi fljót­lega kom­ist að því að einn fé­lagi í hópn­um hafi hvorki þorað að ganga upp né niður fjöll, eða stíga í snjó­skafl.

Úr varð að Rósa og Páll þurftu að skipta sér upp og hann fór áfram með hóp­inn á meðan hún fylgdi kon­unni aðra leið. 

Brugðið á leik í geggjuðu veðri.
Brugðið á leik í geggjuðu veðri. Ljós­mynd/​Aðsend
Vel útbúið fólk á vel útbúnum hjólum.
Vel út­búið fólk á vel út­bún­um hjól­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Far­in að draga úr vetr­ar­ferðum

Í sex ár, frá ár­inu 2010, héldu þau hjón­in utan um 52 Fjöll sem er eitt af fyrstu hópa­verk­efn­un­um í úti­vist.

„Þarna kennd­um við fólki að vera úti árið um kring. Það var gengið á 52 fjöll yfir árið og Hvanna­dals­hnjúk­ur var mark­miðið. Fyrsta verk­efnið var að kenna fólki vetr­ar­úti­vist.“

Rósa bæt­ir því við að síðustu ár hafi þau hjón­in dregið aðeins úr vetr­ar­ferðum. Á sumr­in fari þau mikið norður á Hornstrand­ir og að Fjalla­baki, sem er þeirra svæði.

Hjólreiðar í vetraraðstæðum.
Hjól­reiðar í vetr­araðstæðum. Ljós­mynd/​Aðsend
Í Hælavík. Rósa les minningar Þórleifs Bjarnasonar.
Í Hæla­vík. Rósa les minn­ing­ar Þór­leifs Bjarna­son­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Útivist auk­ist mikið og flest­ir vel út­bún­ir

Rósa seg­ir að hér­lend­is hafi sprottið upp alls kon­ar göngu­hóp­ar og mikið sé af ein­stak­ling­um sem stundi vetr­ar­úti­vist. „Flest­ir afla sér reynslu með öðrum,“ út­skýr­ir Rósa og bæt­ir við að fólk læri að búa sig og vera í ör­yggi hóps­ins.

Margt fólk læri einnig að út­búa sig rétt í gegn­um störf í björg­un­ar­sveit­un­um, aðrir komi inn í göngu­hóp­ana og eigi þá kannski ekki mik­inn út­búnað.

Hún legg­ur fyrst og fremst áherslu á að sá sem ætli sér að stunda úti­vist eigi góða skó og skel, bux­ur og jakka, sem verji gegn vætu.

„Þar und­ir er ís­lenska ull­in alltaf best og flest­ir eiga eina ullarpeysu inni í skáp.“

Línuhavarí undir Hvannadalshnjúk.
Línu­havarí und­ir Hvanna­dals­hnjúk. Ljós­mynd/​Aðsend

Ann­ar búnaður skipt­ir ekki síður máli eins og góðar lúff­ur sem halda hönd­un­um þurr­um. Sjálf seg­ist Rósa hrifn­ust af ull­inni og að góðir ull­ar­vett­ling­ar (belg­vett­ling­ar) haldi 80% af ein­angr­un sinni þótt þeir séu blaut­ir. 

Hún mæl­ir með ull­inni næst lík­am­an­um og að ull­in sé bæði um­hverf­i­s­vænt og nátt­úru­legt efni. „Ull­in er orðin svo fín. Það er liðin tíð að menn hafi áhyggj­ur af að hún pirri húðina. Ég er mik­il ull­ar­mann­eskja, per­sónu­lega.“

Hún bæt­ir því við að ull­in lykti aldrei og sé fljót að þorna.

Ef búnaðurinn er réttur er hægt að vera úti í …
Ef búnaður­inn er rétt­ur er hægt að vera úti í nán­ast hvaða veðri sem er. Ljós­mynd/​Aðsend

Meðhöndl­un búnaðar

Ef skór eru ekki mikið notaðir, og nefn­ir Rósa dæmi um að fólk fari út á skón­um einu sinni í viku og gangi þá fimm til sex kíló­metra, end­ist þeir í mörg ár. En límið í sól­an­um geti gefið sig því það þorni og sól­inn dett­ur und­an. Þess vegna sé ekk­ert endi­lega betra að fjár­festa í dýr­ari skóm. „En það er al­veg hægt að sóla þá.“

Hún skýt­ur því inn í að ef fólki hætti til að fá blöðrur sé gott að vera í þynnri sokk­um und­ir ull­ar­sokk­un­um. Það þurfi að passa að skórn­ir séu rúm­ir. „Gott er að máta skó seinnipart dags, þegar fæt­ur eru þrútn­ir, og að velja sér skó út frá því hverju manni líður vel í.“

Það þarf að vatns­verja skóna, þrífa og hirða vel um þá. Það sama á við um skel­ina sem get­ur á end­an­um misst vatns­vörn­ina og alltaf þarf að þvo fatnaðinn sam­kvæmt leiðbein­ing­um. 

Tindurinn. Jöklar eru ekki alltaf greiðfærir.
Tind­ur­inn. Jökl­ar eru ekki alltaf greiðfær­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Útivist að vetri til

Spurð seg­ist Rósa alltaf mæla með út­vist að vetr­in­um. Marg­ir göngu­hóp­ar starfi árið um kring og fyr­ir byrj­end­ur sé mjög gott að fara inn í slíka hópa, læra þannig að búa sig vel og vera úti að vetr­ar­lagi.

Hún bend­ir á hve heppn­ir höfuðborg­ar­bú­ar séu að kom­ast í fell og fjöll sem eru í stuttri fjar­lægð og nefn­ir þar Úlfars­fell, Helga­fell við Hafn­ar­fjörð, Mos­fell og svo Stein í Esj­unni, þegar fólk er orðið bet­ur búið að ganga á fjöll. 

„Að fara upp á eitt­hvað, standa á toppn­um og njóta út­sýn­is­ins er alltaf ákveðin sig­ur­til­finn­ing,“ seg­ir Rósa og bæt­ir við að það verði að eiga ein­hvers kon­ar brodda og að til séu ýms­ar teg­und­ir af þeim.

Hér stendur Rósa undir Guðnasteini.
Hér stend­ur Rósa und­ir Guðna­steini. Ljós­mynd/​Aðsend

Rósa seg­ir að ekki þurfi alltaf að vera í sam­keppni eða að kepp­ast við tíma. „Við þurf­um á nátt­úru­teng­ing­unni að halda. Ró­leg úti­vist gef­ur líka mjög heilsu­fars­leg­an ávinn­ing.“

Rósa nefn­ir dæmi um sam­starfs­verk­efni Ferðafé­lags­ins og Krabba­meins­fé­lags­ins þar sem þau hjón­in ganga með fólki sem er að byggja sig upp eft­ir krabba­meinsmeðferð eða er í meðferð.

„Rann­sókn­ir sýna að með hreyf­ingu sé hægt að koma í veg fyr­ir fjög­ur af tíu krabba­mein­um.“ Það að faðma tré hafi heil­næm áhrif.

„Það þarf ekki að vera alltaf að berj­ast ein­hvers staðar í stór­hríðaveðri uppi á fjalli til að fá eitt­hvað út úr hreyf­ing­unni. Við þurf­um alltaf að fara út og veðrið er alltaf verst í for­stof­unni,“ seg­ir hún og bæt­ir við að alltaf sé hægt að leita inn í skóg­inn í Heiðmörk ef veðrið er þannig.

Rósa þegar hún var ung á Þeistareykjum í skíðaferð.
Rósa þegar hún var ung á Þeistareykj­um í skíðaferð. Ljós­mynd/​Aðsend

Góður und­ir­bún­ing­ur lyk­ill­inn

Rósa bend­ir á að hægt sé að fara inn á vefsíðu Veður­stof­unn­ar og skoða vind­líkön. Þá sé t.d. hægt að velja svæði til úti­vist­ar þar sem vind­ur­inn er minnst­ur þann dag­inn. Einnig sé hægt að skoða kort­in á vef Vega­gerðar­inn­ar og bera sam­an spá Veður­stof­unn­ar og raun­veru­leg­ar mæl­ing­ar frá Vega­gerðinni.

Hún mæl­ir einnig með Land­mæl­ing­um Íslands og korta­vefn­um map.is. Þar sé hægt að skoða loft­mynd­ir, skoða göngu­stíg­ana og aðgang að bíla­stæðum og þannig meta göngu­leiðina hverju sinni. 

„Ef fólk er á eig­in veg­um og er að fara þar sem ekki er stikuð slóð þá verður það að kunna röt­un.“

Gengið í línu á Eyjafjallajökli.
Gengið í línu á Eyja­fjalla­jökli. Ljós­mynd/​Aðsend
Á Tindafjallajökli á tindnum Sindra. Ýmir og Ýma að baki.
Á Tinda­fjalla­jökli á tindn­um Sindra. Ýmir og Ýma að baki. Ljós­mynd/​Aðsend
Á Snókaheiði. Hér sést hve mikilvægt er að kunna að …
Á Snóka­heiði. Hér sést hve mik­il­vægt er að kunna að rata. Ljós­mynd/​Aðsend
Hópur á Tindfjallajökli.
Hóp­ur á Tind­fjalla­jökli. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka