Ferðalög geta bæði styrkt og skaðað sambönd en í 73% tilfella þá eru ferðalög hinn raunverulegi prófsteinn á sambönd segja rannsóknir.
Könnun Talker Research sem tók til tvö þúsund manns rannsakaði hvaða áhrif ferðalög hefðu á sambönd. Í ljós kom til dæmis að í 61 prósent tilfella varð ferðalagið til þess að kveikja aftur á ástríðunum. 40% þátttakanda sögðust finna til meiri nálægðar eftir ferðalög en 25% uppgötvuðu rómantískari hlið makans á meðan á ferðalaginu stóð.
Þá sýndu niðurstöður að best væri að byrja að ferðast saman þegar fólk er búið að vera í sambandi í fjóra og hálfan mánuð.
Áður en það fer saman í ferðalag ætti það að huga að þessum þáttum til að sjá hvort þau eigi yfirleitt samleið:
Þá er einnig mikilvægt að huga að ýmsum smáatriðum ferðalagsins áður en af stað er haldið.
63% sögðu það mikilvægt að fólk væri samstíga í undirbúningi ferðalags.
27% sögðu það mikilvægt að vera sammála um gistingu og hversu mikla orku það hefur í skoðunarferðir.
Þá skipta máli ýmsar venjur fólks eins og hvenær það vill vakna á morgnana, hvernig baðherbergisvenjum er háttað. Þá leggja margir mikla áherslu á matarupplifun á ferðalaginu og getur matur haft áhrif á val áfangastaðar.