EasyJet kynnir nýja áfangastaði frá Íslandi

Nú geturðu flogið til Lyon í Frakklandi með EasyJet.
Nú geturðu flogið til Lyon í Frakklandi með EasyJet.

Breska flugfélagið EasyJet hefur bætt við tveimur áfangastöðum frá Íslandi; Basel Mulhouse í Swiss og Lyon í Frakklandi.

Sala miða er þegar hafin en þessir staðir eru á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Flogið verður tvisvar í viku á báða þessa áfangastaði.

„Þessi ákvörðun easyJet er mikið fagnaðarefni,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar á Keflavíkurflugvelli, í tilkynningu.

„Þetta er til marks um hve mikla trú félagið hefur á áfangastaðnum Íslandi. Við tökum fagnandi á móti farþegum EasyJet frá Basel og Lyon og erum þess fullviss að íslenskt ferðafólk nýtir tækifærið og tekur flugið á þessa tvo áfangastaði félagsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert