Taíland býr yfir ógrynni hvítra stranda sem teygja sig yfir 3.000 kílómetra strandlengju. Allt frá afskekktum og óspilltum víkum, með fínum sandi og kristaltærum sjó yfir í strendur sem eru þakktar ferðamönnum.
Tveir eftirsóttustu strandstaðir Taílands eru Koh Samui og Hua Tin. Báðir eru staðsettir við Taílandsflóa og fer hitastigið sjaldnast niður fyrir 24 gráður.
Hua Hin var einu sinni rólegt sjávarþorp norður af Malajaskaga, viðurkennt sem konunglegt athvarf í kringum 1920 en breyttist upp frá því í flottheitar dvalarstað, púðursand í aðra áttina og þéttan skóg í hina.
Hua Hin er í fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Bangkok.
Auðvelt er að ferðast á milli staða í Hua Hin á reiðhjóli og margt undravert að sjá eins og hinn margverðlaunaða garð Elephant Jungle Sanctuary, vínekrurnar í Monsoon-dalnum og Phraya Nakhon-hellinn.
Þegar sólin sest vaknar hverfið í kringum Decha Nuchit Road. Á meðan gengið er í gegnum markaðinn má anda að sér grillreyk frá svínakjöti, krydduðum pylsum eða krabbakjöti. Einnig er hægt að fá sér sæti og gæða sér á fersku mangósalati, þurrkuðum smokkfiskbitum eða kókospönnuköku.
Koh Samui býður upp á afslappað andrúmsloft með undraverðum ströndum, suðrænum gróðri og fagurbláum sjó.
Fram til ársins 1980 var kókoshnetuútflutningur aðalatvinnugreinin á Koh Samui. Áður en malbikaðir vegir komu til sögunnar gat það tekið heilan dag að ganga um 15 kílómetra leið í hæðóttum frumskógi milli strandlengja.
Þessi næststærsta eyja Taílands hefur þróast yfir í að vera fimm stjörnu áfangastaður sem býður upp á sólarupprásarjóga, hengirúm milli pálmatrjáa og sólsetur sem er eins og mangó á litinn.
Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir þá sem vilja nýta dagana í annað en sólbað. Hægt er að skoða sjávarlífið með því að snorkla í tærum sjónum og læra muay-thai bardagalist á ströndinni með innfæddan þjálfara. Ýmis dagskrá er í boði fyrir börnin sem geta fengið að tína grænmeti eða klappa dýrum.
Þá er hægt að fara með einkabát til paradísareyjunnar, Koh Tan, þar sem eru engir vegir og afskekktar strendur.
Koh Samui var upphaflega byggð af sjómönnum. Arfleifðin lifir í sjávarréttarmatargerð eyjaskeggja, eins og gufusoðnum krabba, túnfisk sashimi eða grilluðum fisk í engifer og sítrónugrasi.
Í Conrad-Spa er að finna heilsusamlegar meðferðir með það að markmiði að hreinsa eiturefni úr líkamanum og auka orkuflæði.