Jón Gnarr gæddi sér á skötu á Spáni

Jón Gnarr, Jóga Gnarr og Guðbjörg Bjarnadóttir.
Jón Gnarr, Jóga Gnarr og Guðbjörg Bjarnadóttir. Skjáskot/Instagram

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar og húm­oristi, er stadd­ur á spænsku eyj­unni Gran Can­aria. Hann kvaddi kuld­ann og leiðinda­veðrið sem hef­ur herjað á íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins und­an­farna daga og nýt­ur nú sól­ar­blíðunn­ar ásamt eig­in­konu sinni, Jógu Gn­arr.

Jón birti mynd af sér ásamt eig­in­konu sinni og Guðbjörgu Bjarna­dótt­ur, eig­anda veit­ingastaðar­ins Why Not Lago á Maspalom­as, á In­sta­gram-síðu sinni í dag, en þangað kíktu hjón­in í ís­lenska skötu­veislu, eins og marg­ir lands­menn gera á Þor­láks­messu.

„Með Guðbjörgu Bjarna­dótt­ur vert á Why not Lago í Maspalom­as eft­ir und­ur­sam­lega skötu­veislu,“ skrifaði Jón við mynd­ina, sadd­ur og al­sæll á svip.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jón Gn­arr (@jongn­arr)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert