10 mest lesnu ferðafréttir ársins

Ferðafréttir ársins voru af ýmsum toga.
Ferðafréttir ársins voru af ýmsum toga. Samsett mynd

Fjölmargar fréttir sem birtust á ferðavef mbl.is. vöktu mikla lukku hjá lesendum á árinu sem er að líða. Þegar listinn er skoðaður kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós, en TikTok-myndskeið ævintýraþyrstra ferðalanga, undarlegt umferðarskilti, hátt verðlag, gjafmildi íslensks flugmanns og frægir á framandi slóðum eru á meðal mest lesnu frétta ársins 2024.

Hér eru 10 fréttir sem fengu mesta athygli á vefnum í ár:

Myndskeið: Flaut niður Krossá á BMW-lúxuskerru

Í ágúst birt­ist mynd­band á TikT­ok af ferðalöng­um sem reyndu við Kros­sána á BMW X5-lúxuskerru. Þar sést bíll­inn keyra ofan í ána, en stuttu síðar er bíll­inn kom­inn á flot og sést fljóta niður kraft­mikla ána. 

Íslenskt skilti vekur furðu erlendis

Í janúar birt­ist mynd af ís­lensku skilti í Face­book-hóp þar sem und­ar­leg um­ferðar­skilti, þá aðallega í Banda­ríkj­un­um, eru rædd. Íslenska skiltið vakti mikla at­hygli og undr­un meðal hópmeðlima sem eru alls tæp­lega 47 þúsund.

Verður „Havaí Evrópu“ nýja uppáhaldseyja Íslendinga?

Portú­galska eyj­an Madeira hef­ur vakið sér­staka at­hygli að und­an­förnu, en hún er gjarn­an kölluð „Havaí Evr­ópu“ eða „Blóma­eyj­an“ og stend­ur sann­ar­lega und­ir nafni. 

Eyj­an er sann­kölluð para­dís fyr­ir nátt­úru­unn­end­ur og úti­vistar­fólk, en hún býður upp á allt sem okk­ur Íslend­inga dreym­ir um – sól, hlýju, ró­legra „tempó“ og fjöl­breytta afþrey­ingu. Madeira er því til­val­inn áfangastaður fyr­ir þá sem eru komn­ir með leið á því að sitja á am­er­ísku strönd­inni á upp­á­halds­eyju Íslend­inga, Teneri­fe, og lang­ar að upp­lifa eitt­hvað al­veg nýtt og ferskt.

Í sjokki yfir háu verðlagi og eldgosi á Íslandi

Áhrifa­vald­ur­inn Emi Gi­b­son heimsótti Ísland í upphafi árs og gaf fylgjendum sínum innsýn í ferðalagið á TikTok.

„Við erum ný­kom­in til Íslands, og bara ábend­ing, ef þú ert að fara til Íslands, seldu vinstra nýrað, seldu bæði nýrun og hjartað, seldu sál þína, seldu allt áður en þú ferð,“ sagði Gi­b­son, sem var í sjokki yfir háu verðlagi.

Íslenskur þyrluflugmaður gaf vinningsupphæðina til góðgerðamála

Þyrluflugmaður­inn Gísli Matth­ías Gísla­son hef­ur heim­sótt öll helstu nátt­úru­und­ur Íslands og fangað ein­stök augna­blik á filmu sem hann deil­ir gjarn­an með áhuga­söm­um á sam­fé­lags­miðlum.

Ljós­mynd sem hann tók af áströlsk­um hjón­um á Mýr­dals­jökli und­ir árs­lok í fyrra vakti mikla at­hygli og varð hlut­skörp­ust í ljós­mynda­keppni hjá hinu virta þyrlu­tíma­riti Heli­Ops í september. 

Öll fjölskyldan í sömu áhöfninni

Í byrjun júní fór Eva Gunn­ars­dótt­ir flug­freyja hjá Play í flug til Baltimore. Flugið var ekki eins og hver ann­ar vinnu­dag­ur þar sem eig­inmaður henn­ar, Friðrik Ottesen flug­stjóri, flaug vél­inni og dæt­ur þeirra tvær, þær Ísól Alda Ottesen og Svala Sóllilja Ottesen, voru flug­freyj­ur í flug­inu.

Birgitta Líf mætt til Spánar rúmum mánuði eftir fæðingu

Birgitta Líf Björns­dótt­ir, sam­fé­lags­miðlastjarna og markaðsstjóri World Class, flaug til Spán­ar með son sinn, Birni Boða, rúmum mánuði eft­ir fæðingu hans. 

Spánn er í miklu uppáhaldi hjá mæðginunum sem hafa heimsótt landið þó nokkrum sinnum á árinu. 

Salka Sól flúði til Tenerife

Söng- og leikkonan og prjónasnillingurinn, Salka Sól Eyfeld, fékk sig fullsadda af kuldanum og leiðindaveðrinu sem herjaði á íbúa höfuðborgarsvæðisins í maí og flaug ásamt börnum sínum til Tenerife.

„Það er verið að ræna ótrúlega marga hérna“

At­hafna­kon­an Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og unnusti henn­ar, Guðmund­ur Birk­ir Páls­son kírópraktor, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, lentu í óhugnanlegu atviki þegar þau heimsóttu borgina Barselóna á Spáni fyrr á árinu. 

Trúlofun við Dynjanda vekur heimsathygli

Mynd­band af ferðasögu kanadísks pars um Ísland vakti mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok í haust.

Í mynd­band­inu má sjá þau Brandon Cl­ar­ke og Paige Lancelot heim­sækja helstu nátt­úruperl­ur lands­ins áður en Cl­ar­ke fer á skelj­arn­ar við Dynj­anda á Vest­fjörðum, en mynd­bandið er hálf­gerð niðurtaln­ing í sjálft bón­orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert