Bandaríska leikkonan Heather Graham veit fátt skemmtilegra en að ferðast vítt og breitt um heiminn ásamt sínum heittelskaða, snjóbrettamanninum John de Neufville, og taka myndir af sér á bikiníi einum fata.
Graham, best þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Boogie Nights og Austin Powers: The Spy Who Shagged Me, fagnaði komu nýs árs undir snævi þöktum hlíðum fjallanna í bandaríska smábænum Jackson Hole í Wyoming-fylki og birti eldheitar myndir af sér úr heita pottinum á Instagram-síðu sinni.
Myndasyrpan sló heldur betur í gegn hjá ríflega 500.000 fylgjendum stjörnunnar og voru flestir gáttaðir á unglegu yfirbragði Graham sem fagnar 55 ára afmæli sínu í lok þessa mánaðar.