Sigraði íslenska kuldann í kraftgalla

Kraftgallinn kom til bjargar.
Kraftgallinn kom til bjargar. Samsett mynd/Instagram
Áramótin hér á landi hafa lengi heillað útlendinga. Leikkonan Alexandra Daddario varði áramótunum hér á landi og var dugleg að deila myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum. Daddario, sem er 38 ára, er þekktust fyrir hlutverk sitt í fyrstu seríunni af hinum geysivinsælu þáttum White Lotus.
Hún var meðal annars tilnefnd til Emmy-verðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún hefur þess leikið í kvikmyndunum Baywatch, San Andreas, We Summon the Darkness og Hall Pass. 
Á Instagram hefur hún deilt myndum af sér á Íslandi og sést meðal annars í hinum sívinsæla kraftgalla frá 66° Norður tilbúin að takast á við fimbulkuldann sem var um áramótin. Hún sótti meðal annars í heita potta, gufu og sást bregða á leik með íslenskum hesti. Einnig sá hún rauð og græn norðurljós sem hefur án efa verið toppurinn.

Elskar að ferðast

Daddario er frá New York og eignaðist sitt fyrst barn í október síðastliðnum með eiginmanni sínum, framleiðandanum Andrew Form. Þau giftu sig árið 2022.

Leikkonan veitt fátt skemmtilegra en að ferðast og má því segja að hún hafi dottið í lukkupottinn þegar hún fékk hlutverk í fyrstu þáttaröð The White Lotus en hún var tekin upp yfir átta mánaða tímabil á Havaí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert