Skera upp herör gegn hallandi sætisbökum

Ekkert virkar jafn óþolandi og þegar á að hafa það …
Ekkert virkar jafn óþolandi og þegar á að hafa það huggulegt í flugvélinni og manneskjan framan kýs að halla sætinu vel aftur. Hanson Lu/Unsplash

Oft hefur heyrst talað um hve mikið það pirrar þegar farþegi í sætinu fyrir framan hallar því aftur í flugi. Það skerðir ekki einungis fótapláss heldur er engu líkara en sætisbakkinn ætli inn í magann á farþeganum fyrir aftan. 

Þá eru hallandi sætisbök einnig sögð hafa hellt niður drykkjum og jafnvel skemmt fartölvur. 

En hvað er hægt að gera? Jú, safna undirskriftum gegn hallandi sætisbökum líkt og bandaríska fyrirtækið La-Z-Boy, framleiðandi samnefndra stóla, hefur gert. Þeir hafa skorið upp herör gegn hallandi sætisbökum og mæla með því að ferðamenn geymi „hallann“ þar til heim er komið. 

Þá segir í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem hefur hannað og framleitt hægindastólana La-Z-Boy í árafjölda, að þægindi eigi ekki að vera á kostnað annarra. 

Yfir 150.000 manns hafa nú þegar skrifað undir undirskriftalistann líkt og fyrirtækið greinir frá, en með undirskriftinni er fólk að „skuldbinda“ sig til að halla ekki sætisbakinu aftur í flugi. Þeir sem skrifa undir listann eiga þess kost að vinna verðlaun frá fyrirtækinu.

Fyrirtækið hvetur einnig til þess að sjái farþegi sér ekki annað fært en að halla sætinu aftur verði sá hinn sami að gera það varlega og draga það upp aftur þegar matur er borinn fram. Aftur er þeim sem þola ekki að sitja fyrir aftan hallandi sætisbak bent á að sitja t.d. við neyðarútgang því, af öryggisástæðum, er ekki hægt að halla sætunum aftur í röðinni fyrir framan neyðarútgang.

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert