Romeo Beckham, næstelsta barn stjörnuhjónanna David og Victoriu Beckham, hóf nýja árið með stæl á Turks- og Caicoseyjum í Karíbahafi. Beckham, sem er 22 ára gamall, er staddur á eyjunni ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni og plötusnúðnum Kim Turnball.
Beckham deildi sólríkri myndaseríu með fylgjendum sínum á Instagram á þriðjudag og af myndum að dæma er parið að njóta lífsins til hins ýtrasta.
„Tími í burtu með besta félagsskapnum,“ skrifaði Beckham við færsluna sem ríflega 100.000 manns hafa líkað við á innan við sólarhring.
Parið hnaut hvort um annað síðasta haust og staðfesti samband sitt í nóvember þegar það deildi myndum á Instagram.