Elísabet nýtur lífsins á Madeira

Elísabet nýtur lífsins með fjölskyldunni.
Elísabet nýtur lífsins með fjölskyldunni. Instagram/Samsett mynd

Portúgalska eyjan Madeira virðist vera nýi uppáhaldsáfangastaður Íslendinga um þessar mundir. Tískuáhrifavaldurinn Elísabet Gunnarsdóttir er ein þeirra sem heimsóttu eyjuna yfir hátíðarnar og fékk „sumar í janúar“ að hennar sögn. 

Elísabet er dugleg að deila myndum af ferðinni en hún virðist hafa varið mestum tíma í höfuðborginni Funchal. Á þessum árstíma er nóg að klæðast stuttbuxum og léttum jakka ef marka má fatnað Elísabetar frá ferðinni. 

Hún segir innhólfið sitt vera stútfullt af spurningum um eyjuna og víst að Íslendingar eru forvitnir um Madeira.

Havaí Evrópu

Flogið er beint frá Íslandi til Madeira með flugfélaginu Play. Eyjan býður upp á suðrænt loftslag, eldfjöll og töfrandi svartar sandstrendur og hefur Madeira-eyjaklasinn gjarnan verið kallaður Havaí Evrópu. Eyjan er staðsett rétt norður af Kanarí-eyjum og vestur af Marokkó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert