Hefur þú gist í glamúrtjaldinu?

Samsett mynd/Airbnb

Staðsett steinsnar frá Kerinu í Grímsnes- og Grafningshreppi á Suðurlandi er glamúrtjald sem hægt er að leigja í gegnum Airbnb. Þessi tegund náttstaðar, sem hefur orðið æ vinsælli undanfarið, má líkja við tjaldgistingu með aðstöðu á við hótelherbergi og rúmlega það.

Hvelfingin er sjötíu fermetrar á tveimur hæðum og getur hýst allt að sex fullorðna gesti, eins og segir í lýsingunni. Í aðalrými hvelfingarinnar er stofa með svefnsófa, svefnsvæði fyrir tvo, eldhús og salerni. Á annarri hæð er tvíbreytt rúm. 

Frá svefnaðstöðu og eldhúsi í aðalrými er útsýni út um stóran, kúptan glugga, en af annarri hæð er gott útsýni út um þakgluggann efst á hveflingunni. 

Hvelfingin er hituð upp með húshitunar- og kælikerfi. 

Við hvelfinguna er stór pallur með útigrilli og saltvatnspotti. Það er því vel hægt að njóta góðra sumardaga úti við í blíðunni sem gjarnan er í Grímsnesi. 

Í Grímsnesi er skemmtilegur átján holu golfvöllur á vegum Golfklúbbs Öndverðarness og kjörið að taka hring á vellinum. Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir og léttir á fæti má alltaf skella sér upp á Búrfell, móbergsstapa á svæðingu en afbragðsútsýni er af toppnum.

Frá Grímsnesi er tiltölulega stutt til Þingvalla. Þaðan er hægt að fara til Laugarvatns og baða sig í Fontana. Þá eru Friðheimar í Reykholti skammt undan, dýragarðurinn Slakki í Laugarási o.fl. ævintýralegt fyrir alla fjölskylduna. 

Svefnrými fyrir tvo á efri hæðinni. Þangað þarf að príla …
Svefnrými fyrir tvo á efri hæðinni. Þangað þarf að príla upp smá stiga. Skjáskot/Airbnb
Salernis- og sturtuaðstaða er í tjaldhvelfingunni.
Salernis- og sturtuaðstaða er í tjaldhvelfingunni. Skjáskot/Airbnb

Airbnb

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert