10 vinsælustu borgirnar 2025

Það er alltaf líf og fjör í Lundúnum.
Það er alltaf líf og fjör í Lundúnum. Ljósmynd/Sabrina Mazzeo

Höfuðborg Bretlands, Lundúnir, hefur verið valin vinsælasti áfangastaður í heimi af ferðavefnum Tripadvisor. Evrópuborgin tekur toppsætið af Dúbaí sem hafði haldið toppsætinu undanfarin tvö ár.

Ferðavefurinn gaf út sinn árlega lista yfir vinsælustu áfangastaðina á fimmtudag. Valið byggist á umsögnum notenda vefsíðunnar yfir síðustu tólf mánuði.

Fjölmargir notendur hrósuðu Lundúnum fyrir fjölbreytta matarmenningu, heillandi andrúmsloft, kurteisi borgarbúa og ríkt menningarlíf.

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, sendi frá sér yfirlýsingu eftir að valið var gert opinbert.

„Lundúnir eru án efa besta borg í heimi til að heimsækja. Hún laðar að sér milljónir ferðamanna ár hvert sem allir eru undrandi yfir öllu því sem stórborgin okkar hefur upp á að bjóða.”

Markaðstorg í borginni Marrakesh í Marokkó.
Markaðstorg í borginni Marrakesh í Marokkó. Ljósmynd/AFP

Í tíu efstu sætunum eru:

  1. Lundúnir
  2. Balí
  3. Dúbaí
  4. Sikiley
  5. París
  6. Róm
  7. Hanoi
  8. Marrakesh
  9. Krít
  10. Bangkok
París í Frakklandi nýtur alltaf vinsælda.
París í Frakklandi nýtur alltaf vinsælda. Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert