Nýtt hótel á Srí Lanka vekur heimsathygli

Starfsmenn hótelsins.
Starfsmenn hótelsins. Skjáskot/Instagram

Segja má að stór þátta­skil hafi orðið við opn­un nýs hót­els á Srí Lanka.

Fyrsta hót­elið á eyj­unni, sem er ein­ung­is starf­rækt af kon­um, opnaði dyr sín­ar und­ir lok síðasta árs í þorp­inu Kandalama, en með því er stigið stórt skref í að skapa kon­um at­vinnu­tæki­færi.

Hót­elið sem ber heitið Amba Ya­alu Kandalama er staðsett í miðri mangó-plantekru og ligg­ur nærri ár­bökk­um Kandalama-lóns­ins.

Hót­elið var vígt á dög­un­um við hátíðlega opn­un þar sem full­trú­ar stjórn­valda, framá­menn í ferðaþjón­ustu og fleiri fögnuðu þess­um merku tíma­mót­um með starfs­fólki hót­els­ins.

Opn­un Amba Ya­ala Kandalama hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum, enda er hót­elið það fyrsta sinn­ar teg­und­ar á svæðinu og já­kvæð þróun í þá átt að bæta stöðu kvenna á Srí Lanka og á nær­liggj­andi svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert