Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson er staddur í fallegu vetrarparadísinni Kitzsteinhorn í Kaprun, Austurríki. Hann deildi nýverið skemmtilegri mynd á Instagram þar sem hann er í kláfi á leiðinni í fjallið með barnavagninn með sér, umvafinn snæviþöktum trjám.
Í færslunni spurði hann fylgjendur sína:
„Skíðagarpar, hvaða skíðasvæði er ykkar uppáhalds? Látið mig vita í athugasemdum.“
Fjöldi þekktra einstaklinga svaraði spurningunni og deildi sínum uppáhalds skíðasvæðum.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði að Tindastóll í Skagafirði væri sitt eftirlætis svæði. Aron Kristinn Jónasson, meðlimur hljómsveitarinnar Clubdub, nefndi Killington Vermont og vinsæli snjóbrettamaðurinn Rúnar Pétur Hjörleifsson nefndi Oddsskarð.