Sóley Sigurðardóttir skrifaði flöskuskeyti og kastaði því í sjóinn árið 2009. Á dögunum fékk hún óvæntar fréttir um að skeytið sem hún skrifaði fyrir 16 árum hafi fundist.
Þá var það 12 ára breskur drengur sem rakst á flöskuna við Garðskagavita á Reykjanesi, en Sóley hafði upphaflega kastað henni í sjóinn við fjöruna í Vesturbæ Reykjavíkur.
Í TikTok-myndbandi segir Sóley frá þessu skemmtilega atviki og að hinn ungi strákur ætli nú að bæta sínu eigin skeyti við í flöskuna og kasta henni aftur á flot.
Hver ætli finni flöskuskeytið næst? Hér fyrir neðan má sjá TikTok-myndband Sóleyjar
@soley_sig Flöskuskeyti sem ég kastaði í sjóinn fyrir 16 árum var að finnast! 🤯 #íslenskt #íslensktiktok #fyrirþig #fyp #ísland #flöskuskeyti ♬ original sound - Sóley