Fundu 16 ára gamalt flöskuskeyti úr Vesturbænum

Breski drengurinn sem fann flöskuskeytið við Garðskaga.
Breski drengurinn sem fann flöskuskeytið við Garðskaga. Ljósmynd/TikTok

Sól­ey Sig­urðardótt­ir skrifaði flösku­skeyti og kastaði því í sjó­inn árið 2009. Á dög­un­um fékk hún óvænt­ar frétt­ir um að skeytið sem hún skrifaði fyr­ir 16 árum hafi fund­ist.

Þá var það 12 ára bresk­ur dreng­ur sem rakst á flösk­una við Garðskaga­vita á Reykja­nesi, en Sól­ey hafði upp­haf­lega kastað henni í sjó­inn við fjör­una í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

Flösku­skeytið fær að lifa

Í TikT­ok-mynd­bandi seg­ir Sól­ey frá þessu skemmti­lega at­viki og að hinn ungi strák­ur ætli nú að bæta sínu eig­in skeyti við í flösk­una og kasta henni aft­ur á flot.

Hver ætli finni flösku­skeytið næst? Hér fyr­ir neðan má sjá TikT­ok-mynd­band Sól­eyj­ar

@soley_­sig Flösku­skeyti sem ég kastaði í sjó­inn fyr­ir 16 árum var að finn­ast! 🤯 #ís­lenskt #ís­lensktikt­ok #fyr­irþig #fyp #ís­land #flösku­skeyti ♬ orig­inal sound - Sól­ey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert