List og leidd hugleiðsla bætir geðheilsuna

Í dökkgrænu herbergi í listagalleríinu Art Museum Manchester er hægt …
Í dökkgrænu herbergi í listagalleríinu Art Museum Manchester er hægt að stunda núvitundarhugleiðslu með því að velja eitt málverk og rýna á það í fimmtán mínútur undir leiddri hugleiðslu. Skjáskot/Instagram

Athöfnin að staldra við og íhuga eitthvað, hvort sem er list, tónlist, skrif eða annað, getur gefið hlutum nýja merkingu. Í hröðum, stafrænum heimi gefur fólk sér sífellt minna tækifæri til að staldra við og njóta, taka þátt eða jafnvel sjá fegurðina í hlutum sem ekki vekja athygli við fyrstu sýn.

Í listagalleríinu Manchester Art Gallery, í Bretlandi, er hljóðlátt herbergi með aðeins þremur málverkum sem er upphaf geðheilbrigðisstefnu sem miðar að því að endurheimta glataða athygli fólks.

Við hlið gallerísins stendur annað gallerí, L S Lowry, stútfullt af listaverkum þar sem gestir streyma um bygginguna jafn upptekið og starfsmennirnir sjálfir.

Hluti af núvitundarherferð

Í dökkgræna herberginu er þessu öðruvísi farið þar sem gestir sitja í hljóðlátu rýminu, velja sér eitt málverk til að horfa á í allt að fimmtán mínútur á meðan þeir hlusta á leidda hugleiðslu.

Safnráðgjafinn Louise Thompson segir að rýmið sem kallast Room To Breathe sé hluti af Mindful Museum-herferðinni og nauðsynlegt í heimi sem krefst allrar athygli fólks, hinnar miklu auðlindar sem manneskjan á.

Undanfarin tólf ár hefur Thompson starfað sem heilsu- og vellíðunarstjóri hjá Manchester-listagalleríinu og þróaði hugmyndina um „meðvitað“ safn. Thompson hefur róttækar skoðanir á að söfn séu ekki einungis listagallerí þar sem munir eru geymdir og til sýnis, heldur almenningsrými fyrir bætta geðheilsu.

Hún segir söfnin ekki einungis félagslega staði heldur einnig rými þar sem gestir geta hlúð að tengingu við sjálfsmynd sína. „Athöfnin að læra eykur sjálfstraust okkar, sjálfsvirðingu og sjálfsálit sem er mikil uppörvun fyrir geðheilsuna.“ Það sem gerist einnig á söfnum er að gestir taka eftir munum sem þar eru sýndir og það, að veita einhverju athygli, sé hornsteinn núvitundarhugleiðslu. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert