„Forðist að panta tómatsósu í Frakklandi“

Frakkar gefa sér góðan tíma fyrir matinn og leggja mikinn …
Frakkar gefa sér góðan tíma fyrir matinn og leggja mikinn metnað í allar gæðastundir. Það á að njóta. Unsplash.com/Juliette

Marga dreymir um að ferðast til Frakklands og upplifa franska menningu en um er að ræða einn vinsælasta áfangastað heims. Það er samt margt sem þarf að hafa í huga til þess að upplifunin verði sem best. Daily Mail tók saman það helsta sem þarf að tileinka sér til þess að forðast núning við heimamenn.

„Það er verst þegar ferðamenn gera ráð fyrir að allir tali ensku og ætlist til þess að heimamenn skipti yfir í ensku samstundis. Margir vissulega tala ensku en það er talin almenn kurteisi að byrja fyrst á frönsku. Jafnvel þótt það sé bara að bjóða góðan daginn, Bonjour!“ segir Sophie Vignoles franskur tungumálasérfræðingur. „Það að bjóða góðan daginn eða gott kvöld með bros á vör þegar maður gengur inn í búð eða á veitingastað getur gert heilmikið fyrir samskiptin.“

„Það að læra helstu frasana fyrir veitingastaðina getur hjálpað heilmikið. Notið frasa á borð við „puis-je avoir...“ sem þýðir „get ég fengið...“ þegar maður pantar sér af matseðli og svo “l’addition, s’il vous plaît (reikninginn, takk)", við lok máltíðar.“

„Forðist að panta tómatsósu eða fara fram á að reikningnum sé skipt á flókinn máta. Það tíðkast ekki í Frakklandi. Svo á ekki að setja klaka í vínið, sama hversu heitt er úti.“

„Þá er mikilvægt að virða franska kaffimenningu. Flestir drekka bara espresso og það er of túristalegt að panta sér einhverja flókna kaffidrykki. Svo á maður að drekka kaffið hægt og njóta stundarinnar.“

„Forðist að tala hátt, eða borða á ferðinni. Þá getur það virkað skrítið að brosa til ókunnugra. Frakkar kjósa látleysi á almannafæri. Takið eftir hvernig heimamenn eru á kaffihúsum og öðrum stöðum til þess að fá tilfinningu fyrir hvernig á að haga sér og kynnast taktinum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert