Kolsstaðir er lítill bústaður til leigu á vefsíðunni AirBnb. Bústaðurinn er kjörinn fyrir þá sem þurfa frið frá öllu áreiti eða þá sem vilja komast í rómantíska ferð út á land. Næsti bær við bústaðinn er Búðardalur.
Bústaðurinn er innréttaður á hlýlegan hátt í sveitastíl. Neðri hæðin er 35 fm og efri hæðin er 20 fm svo það skapast mikil nánd á milli þeirra sem dvelja í honum. Bústaðurinn er umkringdur náttúru. Mælt er með því að vera á fjórhjóladrifnum bíl ef heimsóknin á sér stað yfir vetrartímann.