„Markmiðið er að klára þær allar“

Magnús segist hafa horft mikið á National Geographic og Discovery-stöðvarnar …
Magnús segist hafa horft mikið á National Geographic og Discovery-stöðvarnar með afa sínum þegar hann var barn, en það áhorf vakti sérstakan áhuga hans á löndum Afríku. Samsett mynd/Aðsend

Hugurinn fleytir blaðamanni á ýmsa staði þegar hann spjallar við flugþjóninn Magnús G. Jónsson. Magnús er fertugur og giftur Sæmundi Má Sæmundssyni. Báðir hafa þeir ferðast mikið og vita fátt skemmtilegra en að pakka í tösku og hverfa á vit ævintýranna.

Magnús á mexíkanskan föður og varð því snemma vanur að ferðast einn síns liðs til Mexíkó til að hitta föður sinn og fjölskyldu. Hann hefur ferðast til fimm heimsálfa af sjö og á aðeins Ástralíu og Suðurskautslandið eftir.

„Markmiðið er að klára þær [heimsálfurnar] allar en það er dýrt að fara til Suðurskautsins. Það væri gaman að enda þar.“

Hjónin Magnús og Sæmundur skelltu sér til Tókýó á aðventunni.
Hjónin Magnús og Sæmundur skelltu sér til Tókýó á aðventunni. Ljósmynd/Aðsend

Tókýó á aðventunni

Á síðastliðinni aðventu skruppu þeir Magnús og Sæmundur til höfuðborg Japans, Tókýó og dvöldu þar í viku. Það var flogið með millilendingu í Amsterdam báðar leiðir en á leiðinni til baka fór flugvélin öfugan hring um hnöttinn; fram hjá Rússlandi, yfir Alaska, niður með austurströnd Íslands til Amsterdam og þaðan til baka til Íslands. 

Hvernig var Tókýó?

„Það var magnað að upplifa að koma þangað, aðallega út af menningunni. Yfirleitt þegar ég ferðast þá dáist ég að náttúrunni og umhverfinu en í þetta skiptið var það menningin og fólkið.“

Magnús mærir kurteisina og hreinlætið hjá Japönum og þessa virðingu sem fólki er sýnd hvar sem er.

„Ef fólk rekst utan í hvert annað þá hneigir það sig. Þjónninn fylgir manni út af veitingastaðnum, hneigir sig og veifar í kveðjuskyni.“ Magnús lýsir því hvernig Japanir rétta peninga eða kort til baka, með báðum höndum og hneigja sig, til að sýna virðingu gagnvart fjármunum. Þá er þolinmæðin slík þegar fólk stendur í röðum að Íslendingar komast ekki með tærnar þar sem Japanir hafa hælana.

„Fólk opnar alltaf dyrnar fyrir næsta manni.“

Sæmundur í Tókýó.
Sæmundur í Tókýó. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Magnús og Sæmundur gerðu sér að leik að keppast við að finna rusl á götunum og segir Magnús þá hafa fundið tvo poka í allri ferðinni. „Það er ekkert rusl í Tókýó," segir hann hrifinn og bætir við að Japanir beri virðingu fyrir umhverfinu og hendi ekki rusli hér og þar. Engar ruslatunnur eru sjáanlegar nema þá helst inni á lestarstöðvum. „Fólk hefur með sér lítinn poka sem það setur ruslið í.“ 

Magnús bætir við að hann hafi verið mikið í Ameríku vegna vinnunnar og að ekki sé hægt að líkja hreinlæti þjóðanna saman, svo svart og hvítt er það. 

Tókýó er stór borg og mannmergðin mikil. Borgin er reyndar það stór að Magnús segir þá hafa valið eitt hverfi hvern dag og nýtt daginn í að skoða það því það getur upp undir klukkutíma með lest að fara í eitt hverfi. „Þetta voru fimm hverfi á fimm dögum.“

Ljósmynd/Aðsend

Matarmenningin í Tókýó á ekkert sérlega vel við Magnús því Japanir nota mikinn fisk við matargerð en honum finnst hann ekkert sérlega góður. 

Spurður segir Magnús þá aðeins hafa kíkt út á lífið í Tókýó, bæði til að dansa og einnig til að fá sér einn eða tvo drykki. „Það er skemmtilegt að barmenning í Tókýó. Gengið er inn í byggingu sem lítur út eins og íbúðarhúsnæði. Þegar inn er komið er fullt af hurðum. Þegar dyrnar eru opnaðar er þar lítill bar, kannski eitt barborð og fimm stólar og ekkert meira.“ Þá hafi karaókí oftar en ekki verið í boði og vitaskuld hafi þeir prófað að þenja raddböndin. 

Um víða veröld

Magnús deilir myndum af ferðalögum sínum með lesendum Smartlands, hér má sjá brot af því besta. 

Evrópa: „Í Evrópu standa Grænland, Grikkland og Ítalía mest upp úr.“ Grænland var alveg magnað. Bergið sjálft glitrar og það virðist sem allt sé svo tært og fallegt á að líta.
Róm er skemmtileg borg með endalausa sögu. Við Sæmi fórum í árlega óvissuferð til Aþenu í Grikklandi. Þar færðu sögu Evrópu beint í æð. Ég mæli með National Archaeological Museum sem var stórkostlegt.

Við strendur Grænlands. „Vinur minn Ryan er á myndinni með …
Við strendur Grænlands. „Vinur minn Ryan er á myndinni með mér.“ Ljósmynd/Aðsend
Colosseum í Róm.
Colosseum í Róm. Ljósmynd/Aðsend

Norður-Ameríka: „Ég átti heima í New York í þrjú ár og þykir voða vænt um þá borg. Ég á enn marga vini þar og mér líður alltaf eins og ég sé kominn á heimaslóðir í New York. Borgin er bæði spennandi og skemmtileg,“ segir Magnús en hann nefnir einnig Mexíkó, Chicago, New Orleans og Colorado, af þeim stöðum sem hann hefur heimsótt í Norður-Ameríku. 

„Mamma og ég við Cloud Gate í Chicago.“
„Mamma og ég við Cloud Gate í Chicago.“ Ljósmynd/Aðsend
„Ég í San Fransisco efst á Lombard Street.“
„Ég í San Fransisco efst á Lombard Street.“ Ljósmynd/Aðsend

Suður-Ameríka: „Nicuragua er skemmtilegur staður í Suður-Ameríku.
Strendurnar eru fallegar og tærar. Sólsetrið er magnað og val af afþreyingu er nánast endalaust.“

„Hægt var að standa upp á eldfjalli og horfa beint …
„Hægt var að standa upp á eldfjalli og horfa beint niður í gjósandi opið en aðeins í stuttan tíma því gasmengunin er svo mikil á svæðinu.“ Ljósmynd/Aðsend
„Little Corn Island er lítil eyja sem ég eyddi góðum …
„Little Corn Island er lítil eyja sem ég eyddi góðum tíma á, aðallega í slökun. Hún er staðsett í Karabíska hafinu en er hluti af Nicuragua.“ Ljósmynd/Aðsend

Afríka: Magnús hefur komið til nokkurra landa í Afríku m.a. Egyptalands, Suður-Afríku og Botswana: „Í Botswana er hægt að fara í þyrluflug yfir sléttuna og í einni slíkri ferð náði ég að sjá fíla, krókódíla, gíraffa, flóðhesta og önnur tignarleg dýr. Alltaf vill maður sjá ljónið en það náðist ekki í minni ferð.“

„Cape Town er skemmtileg borg og kannski sú borg sem …
„Cape Town er skemmtileg borg og kannski sú borg sem er líkust amerískum borgum.“ Ljósmynd/Aðsend
„Ég fór líka í jeppa safari ferð.“
„Ég fór líka í jeppa safari ferð.“ Ljósmynd/Aðsend
„Fallegasti sjór sem ég hef séð var í Zanzibar. Ég …
„Fallegasti sjór sem ég hef séð var í Zanzibar. Ég held að ég hafi bara ekki séð svona skær bláan lit aftur.“ Ljósmynd/Aðsend
„Í Egyptalandi hef ég skoðað píramíta, grafreiti og siglt Níl …
„Í Egyptalandi hef ég skoðað píramíta, grafreiti og siglt Níl ánna.“ Ljósmynd/Aðsend






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert