Áhrifavaldur segir Ísland með bestu löndunum

Jannis ferðast mikið og finnst Ísland æðislegt en fáránlega dýrt …
Jannis ferðast mikið og finnst Ísland æðislegt en fáránlega dýrt land. Skjáskot/Instagram

Jannis M er þýskur áhrifavaldur á TikTok og hefur ferðast til allra landa innan Evrópu. Hann segir að Ítalía sé besta landið og Ísland kemst á lista yfir bestu löndin.

Ítalía

„Það er auðvelt að fara þangað og á viðráðanlegu verði. Landslagið þar er mjög fjölbreytt. Fjöll í norðri, falleg sveit í Toskana-héraði og margar frábærar borgir. Þá er þar einnig að finna eldfjöll og fallegar strendur svo ekki sé minnst á alla söguna. Manni leiðist aldrei á Ítalíu, maður fer bara til næstu borgar og sér eitthvað einstakt og fallegt. Maturinn er líka sá besti í heimi og fólkið vingjarnlegt.“

Ísland

„Ísland er sætt því það er svo lítið land. Það er hægt að leigja sér bíl og keyra um allt landið á örfáum dögum.“

„Það er gaman að fara þangað að vetri til og sjá allan ísinn. Ég elska kalt veðurfar og það er aldrei heitt þarna á sumrin. Svo er hægt að sjá norðurljósin þarna. Ísland er mjög öruggt, hreint og vegirnir góðir. Ókosturinn við Ísland er að það er fáránlega dýrt að vera þarna. Ég hef aldrei séð mat kosta jafnmikið. Ég fékk áfall.“

Spánn

„Spánn er hagstætt land og státar af mikilli sögu og menningu. Það er hægt að skoða allt á nokkrum vikum og maturinn er æðislegur. Valencia er uppáhaldsborgin mín á Spáni. Ókostirnir eru að þar er mikið atvinnuleysi þannig að þetta er kannski ekki öruggasta landið.“

Kýpur

„Kýpur er falinn gimsteinn innan Evrópu. Fæstir muna eftir þeim valmöguleika. Þar eru fallegar strendur og tært haf. Þá er þetta tilvalinn staður til að heimsækja að vetri til. Ég var þarna í desember og það var 25 stiga hiti. Ég var mjög sáttur. Þarna ríkja tveir menningarheimar, gríski og tyrkneski. Það er mjög gaman að reyna að upplifa hvort tveggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert