Við Urðargötu í Reykjavík er lítil, smekkleg stúdíóíbúð til leigu á vefsíðunni AirBnb. Íbúðin er staðsett í litum, fallegum og hvítmáluðum skúr með svörtu þaki. Inni í íbúðinni er þó allt til alls og svefnpláss fyrir tvo.
Grátt, stílhreint eldhús og lítið eldhúsborð prýðir íbúðina. Þetta er tilvalin lausn fyrir þá sem vilja kíkja til Reykjavíkur í helgarferð. Nóttin kostar í kringum 22 þúsund krónur.