Svali orðinn fasteignasali á Spáni

Svali þekkir Tenerife eins og lófann á sér.
Svali þekkir Tenerife eins og lófann á sér. Samsett mynd

Sig­valdi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, hef­ur bætt nýj­um starfstitli í safnið; hann er orðinn fast­eigna­sali hjá Novus Habitat á Spáni. Hann greindi frá þessu í skemmti­legu mynd­skeiði sem hann deildi á In­sta­gram-síðu sinni um helg­ina.

Svali hef­ur verið bú­sett­ur á upp­á­haldsstað Íslend­inga, para­dísareyj­unni Teneri­fe, ásamt fjöl­skyldu sinni frá ár­inu 2018 og rekið ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í ferðum til sól­ríku eyj­unn­ar. Einnig hef­ur hann haldið úti hlaðvarpsþætt­in­um TeneCast þar sem hann ræðir við fólk sem hef­ur flust bú­ferl­um til Teneri­fe, en fjöldi Íslend­inga býr á svæðinu.

„Spánn bíður - ert þú klár?“ skrif­ar hann við mynd­skeiðið sem gef­ur góða inn­sýn í lífið sem bíður áhuga­samra fast­eigna­kaup­enda á Spáni, en í mynd­skeiðinu sést Svali spila padel, slá holu í höggi og kæla sig niður með ein­um ís­köld­um bjór. 

Í pistli sem birt­ist á vef Smart­lands árið 2019 sagðist Svali sjald­an hafa verið jafn ham­ingju­sam­ur og eft­ir að hann flutti ásamt fjöl­skyldu sinni til Teneri­fe. 

„Ég get svo svarið því að suma daga geng ég um göt­urn­ar og hugsa hver fjand­inn: Vá hvað þetta er búið að vera mergjað æv­in­týri. Miklu fleiri góðir dag­ar en slæm­ir. Velti því stund­um fyr­ir mér að það hljóti að hafa verið ein­hver heilla­stjarna með okk­ur í þessu öllu, en leiði hug­ann líka að því hvort bú­ast megi við ein­hverj­um skelli á næst­unni. Það hljóti bara að vera fyrst manni líður svona vel núna.

Eða má kannski reikna með því að manni líði alltaf svona vel? Ef til vill er það kvíða„elementið“ í mér eða óör­ygg­is­fa­ktor­inn minn sem þarna nart­ar. En hvað sem því líður þá eru þessi miss­eri frá­bær. Af hverju svona frá­bær? Senni­lega vegna þess að núna eru eldri dreng­irn­ir orðnir mun sátt­ari við að vera hér held­ur en var í lok sum­ars, hafa eign­ast vini og lífið því eðli­legra. Þegar svona umbreyt­ing­ar eiga sér stað þá verður þetta dag­lega í líf­inu allt öðru­vísi og það tek­ur tíma að aðlag­ast þannig að allt verði aft­ur venju­legt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert