Íslenskt par lifir á samfélagsmiðlum í Ástralíu

Birta Hlín og unnusti hennar, Helgi, njóta lífsins í Sydney.
Birta Hlín og unnusti hennar, Helgi, njóta lífsins í Sydney. Ljósmynd/Instagram

Hin 25 ára, Birta Hlín Sig­urðardótt­ir og unnusti henn­ar, Helgi Jóns­son, hafa notið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lags­miðlum að und­an­förnu. Parið er bú­sett í Kaup­manna­höfn þar sem þau starfa bæði sem áhrifa­vald­ar. Ný­lega tóku þau stökk yfir hálf­an hnött­inn til Ástr­al­íu en landið hef­ur ein­mitt verið draumastaður pars­ins.

„Okk­ur hef­ur lengi langað að ferðast til Ástr­al­íu og þar sem vinn­an okk­ar er sveigj­an­leg ákváðum við að nýta tæki­færið núna og flýja skamm­degið í Kö­ben. Mark­miðið með dvöl­inni er að búa til skemmti­legt og spenn­andi efni fyr­ir sam­fé­lags­miðlana okk­ar, kynn­ast nýju fólki og nýrri menn­ingu og njóta góða veðurs­ins,“ seg­ir parið.

Syd­ney enn betri en þau þorðu að vona

Áhugi Birtu á Ástr­al­íu kviknaði snemma, með áhrif­um frá áströlsk­um „YouTu­ber­um“ sem hún fylgd­ist með í æsku. Parið sótti um dval­ar­leyfi sem veit­ir þeim heim­ild til að dvelja í land­inu í allt að þrjá mánuði og hyggj­ast þau dvelja þar þangað til í mars.

Það tók smá tíma fyr­ir parið að ákveða hvar þau ættu að staðsetja sig en að lok­um varð Syd­ney fyr­ir val­inu og urðu þau ekki fyr­ir von­brigðum.

Okk­ur hef­ur liðið mjög vel al­veg frá fyrsta degi! Borg­in er hrein, fram­andi, ör­ugg og fólkið er hlý­legt og til­búið í spjall. Satt að segja er Syd­ney enn betri en við átt­um von á,“ út­skýr­ir parið.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birta Hlin (@birta­hlin)

Tók tíma að venj­ast nýrri rútínu

Það tók smá tíma fyr­ir Birtu og Helga að venj­ast nýrri rútínu og menn­ingu. Þau segja fólk í Ástr­al­íu meira fyr­ir það að byrja dag­inn snemma og enda því dag­inn frek­ar fyrr.

„Það sem kom okk­ur mest á óvart er hvernig lífs­stíll­inn er aðeins öðru­vísi hér. Sér­stak­lega þegar við bjugg­um rétt hjá Bondi-strönd­inni, þá er fólk komið eldsnemma á fæt­ur og um sex­leytið iðar allt af lífi. Þá er fólk farið út að hlaupa eða kaupa sér kaffi. Þegar við höf­um farið út að skemmta okk­ur með vin­um þá kom okk­ur líka mikið á óvart að all­ir skemmti­staðir loka um miðnætti eða klukk­an eitt, líka um helg­ar.“

Dag­legt líf í Syd­ney

Parið seg­ist hafa áttað sig á því hve mikið það hafði keyrt sig út í vinnu áður en þau komu til Ástr­al­íu. Þess vegna ákváðu þau að leggja meiri áherslu á frí­tíma og hvíld meðan á dvöl­inni stend­ur, og segja Syd­ney hafa reynst full­kom­inn stað til þess.

„Sein­ustu ár höf­um við ekki verið að for­gangsraða frí­tíma og hvíld, þar sem lín­an milli vinnu og frí­tíma hef­ur verið frek­ar óljós. Við ákváðum því að nýta tím­ann hér í sól­inni til að hvíla okk­ur og byggja upp góða rútínu sem inni­fel­ur hreyf­ingu, nær­ing­ar­rík­an mat og að kunna að af­tengja okk­ur frá vinn­unni. Hugsa bet­ur um heils­una okk­ar, lesa meira, fara í göngu­túra og skrifa í dag­bók. Syd­ney hef­ur verið full­kom­inn staður til að iðka þenn­an lífs­stíl og við finn­um þegar fyr­ir auk­inni orku og ham­ingju.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Helgi Jóns­son (@helgiijons)

Hvað hef­ur staðið upp úr

Meðal eft­ir­minni­leg­ustu stunda í Syd­ney voru ára­mót­in á Bondi- og Milk-strönd­un­um.

„Við feng­um okk­ur pítsur og horfðum á sól­setrið við Bondi-strönd­ina, áður en við fór­um á Milk-strönd­ina til að sjá flug­elda­sýn­ing­una við óperu­húsið. Fólk var búið að tjalda og bíða í nokkra klukku­tíma til að tryggja sér besta út­sýnið. Við vor­um hepp­in og næld­um okk­ur í góðan stað og horfðum á stór­kost­lega sýn­ingu sem hringdi inn nýja árið. Al­veg mögnuð upp­lif­un!“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birta Hlin (@birta­hlin)

Næst á dag­skrá

Næst á dag­skrá hjá par­inu er að taka bát yfir til Man­ly sem er staðsett norðan við miðbæ Syd­ney. Svo hyggj­ast þau kíkja til Mel­bour­ne áður en þau halda aft­ur til Kaup­manna­hafn­ar.

„Marg­ir af fylgj­end­un­um okk­ar eru að hvetja okk­ur til að fara þangað. Mel­bour­ne er víst mjög lif­andi borg með fjöl­breytt hverfi og sterka kaffi­menn­ingu, sem kepp­ir við þá bestu í heim­in­um. Borg­in er líka þekkt fyr­ir list­ir og frá­bæra mat­ar­menn­ingu, þannig að við get­um ekki beðið eft­ir að skoða hvað Mel­bour­ne hef­ur upp á að bjóða.“

Ung en reynslu­mik­il á sam­fé­lags­miðlum

Birta Hlín er langt í frá nýgræðing­ur í net­heim­um. Hún byrjaði að búa til mynd­bönd á YouTu­be þegar hún var aðeins 14 ára göm­ul, en dró sig tíma­bundið í hlé eft­ir að hafa fengið leiðin­leg um­mæli. 

Í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sneri hún aft­ur af full­um krafti og hef­ur síðan notið mik­illa vin­sælda á YouTu­be, In­sta­gram og TikT­ok. Núna er hún með tæp­lega 200 þúsund fylgj­end­ur á TikT­ok og In­sta­gram og tæp­lega 300 þúsund áskrif­end­ur á YouTu­be, þar sem hún hef­ur jafn­framt vakið at­hygli fyr­ir per­sónu­legt efni og sjarmer­andi stíl.

Helgi og Birta hafa einnig vakið at­hygli fyr­ir já­kvætt og ein­lægt lífsviðhorf sitt. Þau trú­lofuðu sig í borg ástar­inn­ar, Par­ís, og hafa verið dug­leg að deila ferðalög­um sín­um með fylgj­end­um sín­um.

Draum­ur um bú­setu til lengri tíma

Aðspurð hvort þau myndu vilja setj­ast að í Ástr­al­íu til lengri tíma, segj­ast Birta og Helgi vissu­lega gæla við þá hug­mynd:

„Syd­ney er ábyggi­lega upp­á­halds borg­in okk­ar af þeim sem við höf­um heim­sótt og það væri al­veg ynd­is­legt að búa hér til lengri tíma. Það eru svo ótrú­lega marg­ir kost­ir við þessa borg og við finn­um hvað okk­ur líður vel hér. Eini ókost­ur­inn er að sjálf­sögðu hvað við erum langt í burtu frá vin­um og fjöl­skyldu,“ segja þau.

Parið er sann­fært um að þetta verði ekki síðasta ferð þeirra til Ástr­al­íu. Sú ein­staka upp­lif­un sem þau hafa notið – allt frá hlýju veðri til ótrú­legr­ar gest­risni hef­ur þegar stimplað landið sem einn af þeirra upp­á­halds­áfanga­stöðum.

Hér fyr­ir neðan er hægt að horfa á YouTu­be-færslu frá Birtu Hlín þar sem hún deil­ir frá fyrstu dög­un­um í Syd­ney.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka