Kristín Mariella mælir með skíðasvæði í Japan

Kristín leyfir fylgjendum sínum að fá innsýn í daglegt líf …
Kristín leyfir fylgjendum sínum að fá innsýn í daglegt líf fjölskyldunnar í Tókýó. Samsett mynd

Krist­ín Mariella Friðjóns­dótt­ir, rit­höf­und­ur sem held­ur úti vef og In­sta­gram-síðu und­ir nafn­inu Respect­f­ul Mom, mæl­ir með barn­vænu skíðahót­eli og svæði í Jap­an fyr­ir fylgj­end­ur sína. Fjöl­skyld­an hef­ur heim­sótt staðinn þris­var sinn­um.

Krist­ín er bú­sett í Tókýó ásamt eig­in­manni sín­um og þrem­ur börn­um. Hún seg­ir fjöl­skyld­una hafa prófað nokk­ur skíðasvæði í Jap­an en þau hafi valið þenn­an stað síðustu ár. Krist­ín seg­ist fá gríðarlega marg­ar fyr­ir­spurn­ir frá fylgj­end­um sín­um um góð skíðasvæði í Jap­an en rúm­lega 180 þúsund manns fylgja henni á In­sta­gram. 

„Ég fæ alltaf spurn­ing­ar um hvar sé best að skíða í Jap­an. Við höf­um prófað marga mis­mun­andi staði en það sem hent­ar allri fjöl­skyld­unni, líka eig­in­manni mín­um sem er mjög lunk­inn á skíðum, þá höf­um við ekki fundið neitt betra en Hos­hino Resorts Tom­amu,“ skrif­ar hún á In­sta­gram. Þá seg­ir hún þau alltaf gista á hót­eli sem heit­ir Ri­sonare.

Krist­ín er dug­leg að deila líf­inu í Jap­an með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka