„Flugferðir geta verið furðu skaðlegar fyrir húð og líkama“

Einnig mælt með kókosvatni og banönum fyrir gott jafnvægi húðar.
Einnig mælt með kókosvatni og banönum fyrir gott jafnvægi húðar. Samsett mynd/ Rafaella Mendes Diniz/charlesdeluvio

Flest­ir snyrti­fræðing­ar eru sam­mála um að flug fer ekki vel í húðina. „Flug­ferðir geta verið furðu skaðleg­ar fyr­ir húð og lík­ama vegna þurrs, end­urunn­ins lofts í farþega­rými og lágs raka, sem get­ur valdið rakatapi,“ seg­ir Vanessa Marc, snyrti­fræðing­ur og stofn­andi Vanessa Marc Spa.

Aðrir snyrti­fræðing­ar vilja meina að breyt­ing­ar á þrýst­ingi í farþega­rými geti leitt til vökv­asöfn­un­ar og lé­legr­ar blóðrás­ar, sem aft­ur valdi þrota eft­ir flug og lækk­un raka­stigs húðar sem geri hana flagn­andi og daufa.

„Farþega­rýmið er í grund­vall­ar­atriðum eyðimörk í mik­illi hæð.“

Mælt er með að fara í andlitsmeðferð fyrir flug með …
Mælt er með að fara í and­litsmeðferð fyr­ir flug með nokk­urra daga fyr­ir­vara. eng­in akyurt/​Unsplash

And­litsmeðferð nokkr­um dög­um áður

And­litsmeðferð fyr­ir flug get­ur verið leyni­vopnið í þess­um aðstæðum. Marc seg­ir það full­kom­lega óhætt að fá and­litsmeðferð fyr­ir flug en hins veg­ar ráðlegg­ur hún að það sé gert með nokk­urra daga fyr­ir­vara. Þá mæl­ir hún einnig gegn of aggress­í­v­um meðferðum. 

„Forðist mik­inn and­lits­skrúbb, efna­lausn­ir ætluðum að gera yf­ir­borð húðar betri og djúp­hreins­un þar sem húðin er kreist. Þess­ar meðferðir hafa áhrif á varn­ar­lag húðar og út­setja hana fyr­ir þurru bakt­eríu­fylltu lofti farþega­rým­is­ins.“

Sam­kvæmt Marc á í staðinn að setja rakameðferðir í for­gang og styðja varn­ir húðar­inn­ar með nær­andi efn­um eins og hý­al­úronsýru, kera­míðum og andoxun­ar­efn­um. „Raka­gef­andi and­litsmeðferð hjálp­ar til við að end­ur­nýja húðina og bæta við nauðsyn­leg­um raka.“

Þá er einnig mælt með að bæta við rauðljósameðferð til að minnka þrota eft­ir flug.

Gott er að byrja að borða vatnsmikinn mat nokkrum dögum …
Gott er að byrja að borða vatns­mik­inn mat nokkr­um dög­um fyr­ir flug, t.d. vatns­mel­ón­ur, ag­úrk­ur og lauf­grænt græn­meti. Markus Winkler/​Unsplash

Mat­ur og vatn

Á Tra­vel & Leisure er einnig mælt með öðrum leiðum til að und­ir­búa húðina fyr­ir ferðalög, t.d. að byrja á að inn­byrða vatns­ríkt fæði nokkr­um dög­um fyr­ir flug; ag­úrk­ur, vatns­mel­ónu, lauf­grænt græn­meti og sell­e­rí. Holl fita í avóka­dói og hnet­um hjálp­ar til við að styrkja varn­ar­lag húðar­inn­ar og þá er einnig mælt með kó­kos­vatni og ban­ön­um fyr­ir gott jafn­vægi húðar.

Jafn­vel við lend­ingu er hægt að taka nokk­ur skref til að betr­um­bæta jafn­vægi húðar­inn­ar. Þá er mælt með að byrja á að þrífa húðina vel með mild­um hreinsi­efn­um til að fjar­lægja bakt­erí­ur og óhrein­indi flug­far­rým­is­ins, drekka vatn og bera á sig kera­míðríkt krem.

Einnig er gott að skvetta köldu vatni í and­litið eða nota kæl­andi maska. Ef þroti læt­ur á sér kræla er um að gera að nota ís­mola eða jafn­vel kalda skeið til að slá á hann.

Tra­vel & Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert