Leikkona hatar flugvélaklósett

Kaley Cuoco sest aldrei í fremstu röð flugvéla.
Kaley Cuoco sest aldrei í fremstu röð flugvéla. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Kal­ey Cu­oco sem marg­ir þekkja úr þátt­un­um The Big Bang Theory seg­ist alltaf sitja í gang­sæti um borð í flug­vél. Þetta kem­ur fram í Tra­vel&Leisure.

„Þegar ég er um borð í flug­vél vel ég alltaf gang­sæti þar sem ég fæ mikla inni­lok­un­ar­kennd. Í flug­vél­um finnst mér gott að slökkva á sím­an­um og njóta þess að vera úr sam­bandi við um­heim­inn. Mér finnst frá­bært að nota tím­ann til þess að horfa á all­ar bíó­mynd­irn­ar sem ég átti eft­ir að sjá og fá næði til þess að sofa. Ég er það hepp­in að ég get sofið hvar sem er. Ég gæti þess vegna lagst á góflið og sofið klukku­stund­um sam­an. Fólk öf­und­ar mig af þess­ari náðar­gáfu.“

„Það sem ég hata við flug­vél­ar er það að fara á kló­settið. Ég er alltaf svo hrædd um að læs­ast þar inni.“

„Ég er ný­far­in að ferðast um með börn­in mín og þá passa ég mig að vera alltaf með fullt af snarli, ipad og allt mögu­legt.“

Helsta ráð Cu­oco er að reyna að forðast fyrstu röðina. „Marg­ir halda að það sé best að vera fremst því þá fær maður að fara um borð fyrst­ur og fara fyrst­ur úr vél­inni. Það er hins veg­ar ekk­ert gott að sitja fremst því maður get­ur ekki geymt neitt hjá sér. Allt verður að fara upp í far­ang­urs­hólfið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert