Íslenskum vinkonum meinaður aðgangur að tónleikum

Stöllurnar skemmtu sér drottningarlega.
Stöllurnar skemmtu sér drottningarlega. Samsett mynd

Þær Saga Rún Vil­hjálms­dótt­ir, nemi við Há­skóla Íslands, og Lana Björk Krist­ins­dótt­ir, eig­andi og stofn­andi Kenzen, höfðu gert sér lítið fyr­ir og ferðuðust til Glasgow til að fara á tón­leika banda­rísku popp­stjörn­unn­ar Sa­br­inu Carpenter.

Carpenter er nú á Short & Sweet-tón­leika­ferðalagi um Evr­ópu, en þegar stúlk­urn­ar mættu í OVO Hydro höll­ina fyr­ir tón­leik­ana fengu þær þær óvæntu frétt­ir að miðar þeirra væru ógild­ir.

Saga Rún og Lana Björk.
Saga Rún og Lana Björk. Ljós­mynd/​Aðsend

Keyptu miðana í gegn­um Viagogo

Saga og Lana höfðu keypt miða í gegn­um miðasölusíðuna Viagogo, en tón­leika­haldið þar á staðnum hafnaði öll­um miðum sem höfðu verið keypt­ir í gegn­um þá síðu.

Viagogo er end­ur­sölu­markaður þar sem ein­stak­ling­ar geta end­ur­selt miða, en því miður höfðu marg­ir miðar verið end­ur­seld­ir oft­ar en einu sinni. Þetta leiddi til þess að um 150 manns var vísað frá í mikl­um von­brigðum og tár­um.

150 manns var vísað frá.
150 manns var vísað frá. Ljós­mynd/​Aðsend

Heppn­in var með þeim

Eft­ir tölu­verða bið var sett á fót sér­stök biðröð fyr­ir fólk sem hafði keypt miða í gegn­um Viagogo. Þar var at­hugað hvort ein­hver sæti raun­veru­lega í þeim sæt­um sem stúlk­urn­ar höfðu greitt fyr­ir. Það kom svo í ljós að það sat eng­inn í sæt­un­um þeirra og sæt­in þeirra voru því laus.

Það fengu ein­ung­is tíu manns, með Viagogo-miða, aðgang að tón­leik­un­um – þar af voru Saga og Lana.

Heppn­in var með þess­um ungu stúlk­um þetta kvöld og nutu þær sín í botn en leiðin­legt að horfa upp á alla hina sem fengu ekki að upp­lifa tón­leik­ana og þurftu að snúa aft­ur heim.

Mikill fjöldi var á tónleikunum.
Mik­ill fjöldi var á tón­leik­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert