Í eldheitum sleik um borð í lúxussnekkju

Gisele Bündchen.
Gisele Bündchen. Ljósmynd/AFP

Það væs­ir ekki um bras­il­ísku of­ur­fyr­ir­sæt­una Gisele Bündchen og kær­asta henn­ar, jui jitsu-kenn­ar­ann Joaquim Valente, um þess­ar mund­ir.

Parið nýt­ur lífs­ins í hinni sól­ríku Miami-borg í Banda­ríkj­un­um.

Mynd­ir náðust af Bündchen og Valente að deila eld­heit­um kossi um borð í lúx­ussnekkju sem þau festu ný­verið kaup á.

Snekkj­an er eng­in smá­smíði, enda kostaði hún dágóðan skild­ing. Bündchen og Valente greiddu 160 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir snekkj­una.

Parið, sem byrjaði sam­an skömmu eft­ir að fyr­ir­sæt­an skildi við banda­ríska ruðning­skapp­ann Tom Bra­dy síðla árs 2022, eignaðist sitt fyrsta barn sam­an fyr­ir aðeins ör­fá­um vik­um og ef marka má mynd­irn­ar sem náðust af Bündchen um borð þá var hún enga stund að kom­ast í sitt fyrra form.

Fyr­ir­sæt­an var glæsi­leg í fal­leg­um svört­um sund­bol og leyfði hár­inu að flaksa í gol­unni er hún end­ur­hlóð batte­rí­in í faðmi Valente.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert