Hvað má alls ekki gera í Japan?

Það er um að gera að kynna sér hvernig eigi …
Það er um að gera að kynna sér hvernig eigi að haga sér þegar farið er til Japan. Erik Eastman/Unsplash

Árið 2024 var sett upp risa­stórt götu­skilti í ró­lega bæn­um Fujikawaguchi­ko í Yaman­ashi-héraði í Jap­an. Mark­miðið var að hindra út­sýni til Fuji-fjalls­ins hand­an þaks versl­un­ar­inn­ar Law­son. Ástæðan var fjöldi ferðamanna sem gerði til­raun til að fanga mik­il­feng­legt út­sýnið og olli sá fjöldi mik­illi trufl­un í um­hverf­inu, henti frá sér rusli og lagði ólög­lega. 

Þrátt fyr­ir upp­setn­ingu skjás­ins hélt ringul­reiðin áfram. Stung­in voru göt á aug­lýs­inga­skiltið til að koma fyr­ir mynda­vél­um og óorðum hreytt í ör­ygg­is­verði við skiltið.

Slæm hegðun er ekki endi­lega rót mis­skiln­ings og leiðinda á stöðum eins og Jap­an. Tungu­mála­hindr­an­ir og menn­ing­armun­ur spila þar stór­an sess. Ferðavef­ur­inn Lonely Pla­net hef­ur tekið sam­an punkta fyr­ir ferðamenn svo þeir móðgi ekki heima­menn og nýti dvöl­ina sem best.

Það má ekki reykja á almannafæri í Japan.
Það má ekki reykja á al­manna­færi í Jap­an. Reza Mehrad/​Unsplash
Ekki gera ráð fyrir að þú sért að panta grænmetisrétt …
Ekki gera ráð fyr­ir að þú sért að panta græn­met­is­rétt af mat­seðli því oft inni­halda rétt­irn­ir kjöt eða fisk þrátt fyr­ir að það sé ekki tekið fram. Thom­as Mar­ban/​Unsplash

Í japönsk­um borg­um má ekki ...

  • Hindra um­ferð til að taka mynd­ir.
  • Vera með áfenga drykki á al­manna­færi.
  • Henda rusli á göt­ur. Við því er sekt.
  • Taka mynd­ir í lest­um þar sem farþegar eða starfs­menn eru í bak­grunni.
  • Ganga yfir járn­braut­arteina þar sem ekki eru gatna­mót. Marg­ir hafa lát­ist þannig.
  • Tala hátt í síma í lest eða hringja, nema í neyðar­til­fell­um.
  • Hósta eða hnerra án grímu.
  • Smygla sér inn í röð.
  • Gleyma reiðufé en í Jap­an er ein­ung­is tekið við reiðufé á fjölda staða.
  • Borða gang­andi.
  • Reykja á al­manna­færi. Við því eru sekt­ir.
  • Leita að rusli, það fyr­ir­finnst ekki. Geymdu ruslið á þér þar til komið er á hót­elið.
  • Gera ráð fyr­ir græn­met­is­rétti þrátt fyr­ir að kjöt eða fisk­ur sé ekki tekið fram á mat­seðli.
  • Þerra munn eða and­lit með os­hi­bori-þurrku, hún er ein­ung­is fyr­ir hend­urn­ar.
  • Gera ráð fyr­ir að all­ir baðstaðir leyfi húðflúr.
  • Gefa þjór­fé þegar því er neitað.
Margir veitingastaða í Japan taka einungis við reiðufé.
Marg­ir veit­ingastaða í Jap­an taka ein­ung­is við reiðufé. Yoav Aziz/​Unsplash

Lonely Pla­net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert