Pínulítið hús í Dýrafirði til leigu

Sumir telja Dýrafjörð vera fallegasta stað landsins.
Sumir telja Dýrafjörð vera fallegasta stað landsins.

Það kem­ur oft fyr­ir á lífs­leiðinni að fólk þurfi að kom­ast burt og hreinsa hug­ann í allt öðru um­hverfi. Það er kjörið að gera það í þess­um litla bú­stað í Dýraf­irði á Vest­fjörðum sem aug­lýst­ur er til leigu á vefsíðunni AirBnb.

Um­hverfið er fal­legt og friðsælt en húsið er staðsett í Brekku­dal í Dýraf­irði. Gest­ir vakna við nátt­úru­hljóð og geta slakað á og horft á sól­setrið í lok dags. Á haust­in er hægt að horfa á tunglið og norður­ljós­in án allr­ar ljós­meng­un­ar frá öðrum hús­um.

Aðeins tveir gest­ir geta sofið í bú­staðnum. Í hús­inu er einnig eitt baðher­bergi, smátt borðstofu­borð og eld­hús. Vegg­irn­ir í aðal­rým­inu eru málaðir í fag­ur­græn­um lit.

Hlýlegt og rómantískt.
Hlý­legt og róm­an­tískt.
Pínulítið eldhús í pínulitlu húsi.
Pínu­lítið eld­hús í pínu­litlu húsi.
Húsið er málað í fallegum grænum lit.
Húsið er málað í fal­leg­um græn­um lit.
Hver vill ekki njóta náttúrunnar í Dýrafirði án alls áreitis?
Hver vill ekki njóta nátt­úr­unn­ar í Dýraf­irði án alls áreit­is? Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert