Ekki missa af þessu í Japan

Mount Yoshino eða Yoshino-fjall er ægifagurt og þakið kirsuberjatrjám.
Mount Yoshino eða Yoshino-fjall er ægifagurt og þakið kirsuberjatrjám. QUENTIN Mahe/Unsplash

Það jafn­ast fátt á við kirsu­berja­blóma­tíma­bilið í Jap­an. Kirsu­berja­trén eru þekkt sem sak­ura en það sem ger­ir upp­lif­un­ina enn meira spenn­andi er ást Jap­ana á árstíðinni. At­höfn­in við að njóta kirsu­berja­blómanna kall­ast hanami.

Vor­in eru jafn­framt anna­sam­asta ferðamanna­tíma­bilið í Jap­an, en flest­ir flykkj­ast til höfuðborg­ar­inn­ar Tókýó eða Kyoto og missa því af ein­um besta staðnum til að skoða kirsu­berja­blóm­in: Yos­hino-fjall.

Besti tíminn til að skoða blómstrandi kirsuberjatrén er um mánðamót …
Besti tím­inn til að skoða blómstrandi kirsu­berja­trén er um mánðamót mars og apríl, en það hvenær blóm­in springa út fer aðeins eft­ir veðurfari og get­ur verið mis­mun­andi eft­ir neðri eða efri hluta fjalls­ins. Adri­ana Pru­dencio/​Unsplash

Átta kíló­metra fjalls­hrygg­ur­inn er þak­inn um 30.000 kirsu­berja­trjám. Talið er að elsta þeirra hafi verið gróður­sett fyr­ir meira en 1.300 árum síðan. Blóm­in á kirsu­berja­trján­um byrja yf­ir­leitt að springa út í lok mars eða byrj­un apríl og ná full­um blóma í byrj­un apríl og fram und­ir miðjan mánuð. 

Hlíðinni á Yos­hino-fjalli er skipti í fjóra hluta: Shimo Sen­bon við rót fjalls­ins, Naka Sen­bon í miðjunni, Kami Sen­bon efst á fjall­inu og Oku Sen­bon í „innri“ hluta fjalls­ins. 

Á fjall­inu er ekki ein­ung­is hægt að njóta kirsu­berja­trjánna held­ur er þar að finna helgi­dóma og hof meðfram fjölda göngu­leiða og hanami-garða.

Fjöldi gönguleiða er að finna í hlíðum fjallsins.
Fjöldi göngu­leiða er að finna í hlíðum fjalls­ins. Samu­el Berner/​Unsplash

Tra­vel and Leisure 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert