Í Varmahlíð, í hjarta Skagafjarðar, eru sumarhús Hestasports. Húsin eru misstór frá 35fm 2-ja manna stútíóhús upp í 85 frm 6-manna hús. Húsin eru ávallt leigð út fullbúin: uppábúin rúm, handklæði, baðsloppar og súkkulaði á koddanum 🙂.
Þetta 7-húsa "örþorp" í kringum skemmtilegan, upphlaðinn heitan pott er draumastaður til að njóta miðnætursólarinnar og útsýnis yfir viðáttumikinn fjallahring Skagafjarðar.
Upplífðu fegurð Norðurlands og fylltu dagana með fjölbreyttum ævintýrum sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Öll starfsemi Hestasports byggist á persónulegri þjónustu sem endurspeglast í umönnun húsanna og innréttingum, tileinkuðum nokkrum þemeum í sveitinni. Þið eruð ávallt velkomin að gista í Hesthúsi, Fjárhúsi eða Fuglahúsi.