Svona slærðu í gegn í fjallinu

Skíðagallarnir eru með glaðlegu mynstri og mjög litríkir.
Skíðagallarnir eru með glaðlegu mynstri og mjög litríkir. Ljósmynd/Racysuits.com

Þegar veðrið er ljúft og sólin skín glatt í fjallinu er fátt skemmtilegra en að renna sér á skíðum eða taka einn góðan hring á gönguskíðum í góðra vina hópi. Eins og margir hafa orðið varir við hefur síðarnefnda íþróttin hreinlega blómstrað á Íslandi á undanförnum misserum og sífellt fjölgað í hópi gönguskíðafólks. Þetta er fagnaðarefni enda íþróttin afar skemmtileg. Flestir þeir sem stunda gönguskíðin klæða sig líkt og þeir væru að stunda vetrarhlaup. Fatnaðurinn má hvorki vera of þungur né of víður. 

Gallarnir bjóða ekki upp á að maður sé í mörgum …
Gallarnir bjóða ekki upp á að maður sé í mörgum lögum innan undir enda meira til gamans gerðir. Ljósmynd/Racysuits


Marina Barnes, hönnuðurinn á bak við Racysuits, fékk þá glimrandi góðu hugmynd fyrir tveimur árum að setja á laggirnar fyrirtæki sem framleiðir heilgalla sem henta vel á gönguskíðin sem og í „Aprés Ski“ eftir langan dag í brekkunum. Marina sótti hugmyndina til afa síns sem var atvinnumaður á skíðum en hann, ásamt vinafólki sínu, hannaði og lét sauma á sig skíðabúninga á áttunda áratugnum. Nú eru sem sagt þessir gullfallegu gallar í boði fyrir okkur hin sem líklega komum seint til með að keppa í skíðaíþróttinni en það er ekki þar með sagt að maður geti samt ekki slegið í gegn í fjallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert