Varð ástfanginn af Færeyjum

Theo Larn-Jones, hlaupari og skipuleggjandi Útilív Adventure-hátíðarinnar í Færeyjum.
Theo Larn-Jones, hlaupari og skipuleggjandi Útilív Adventure-hátíðarinnar í Færeyjum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég eignaðist fullt af vinum og kunni virkilega að meta samfélagið en það er mjög ólíkt því sem ég kem frá, London. Ég lofaði sjálfum mér að snúa aftur og taka þátt í utanvegahlaupi á svæðinu en komst svo að því að það var ekkert slíkt í boði, þannig að ég lét verða af því að skipuleggja eitt slíkt sjálfur.“

Ákvörðunin um að skipuleggja utanvegahlaupakeppnina var tekin í nóvember 2017 og í september ári síðar voru 250 manns skráðir í fyrstu Útilív Adventure-hátíðina.  „Í ár stefnum við á að 500 hlauparar frá öllum heimshornum taki þátt,“ segir Theo en hann skipuleggur hátíðina ásamt vini sínum frá London og tveimur öðrum heimamönnum.

Hátíðin er heila fimm daga og er haldin 4. september og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 10 km, 21 km, 42 km eða 60 kílómetra utanvegahlaup í ævintýralegu umhverfi. Ásamt því að taka þátt í hlaupinu hafa gestir aðgang að fjögurra kvölda tónlistarhátíð með lifandi tónlist, alþjóðlegum og færeyskum plötusnúðum á börum, ströndinni og yfirgefnum vitum.

Fegurðin í Færeyjum er engri lík.
Fegurðin í Færeyjum er engri lík. Ljósmynd/Utiliv SilvaRun

Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á því að hlaupa er boðið upp á gönguferðir, sundferðir, siglingar og klettaklifur.

Allir þeir sem skrá sig fyrir 30. apríl frá 10% afslátt með kóðanum UTMBL10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka