Tjaldað á hæsta tindi landsins

Tjaldað á hæsta tindi landsins.
Tjaldað á hæsta tindi landsins. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson

Ferðalagið var hluti af skipulögðum fjallaskíðaferðum á vegum Ferðafélags Íslands og voru það þeir Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson sem leiðsögðu hópnum. Með í för voru þrjú ungmenni og voru tvö þeirra að toppa tindinn í fyrsta sinn, Urður 14 ára og Kári 15 ára. Tómas Andri, sem er 15 ára, var að toppa hnúkinn í hvorki meira né minna en fimmta sinn.

Hópurinn var afskaplega heppinn með veður og færi.
Hópurinn var afskaplega heppinn með veður og færi. Ljósmyndar/Ólafur Már Björnsson


Göngugarparnir fengu frábært færi og veður eins og það gerist best á þessum slóðum. Annar leiðsögumannanna, Tómas Guðbjartsson, hefur haft það fyrir skemmtilegan vana að taka Nallo Hilleberg, fagurrauða tjaldið sitt, með í áhugaverðar ferðir bæði til að sýna hversu létt og þægileg göngutjöld séu orðin og svo er það líka bara svo fallegt myndefni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Nafnarnir Tómas Guðbjartsson og Tómas Andri Ólafsson nutu veðurblíðunnar á …
Nafnarnir Tómas Guðbjartsson og Tómas Andri Ólafsson nutu veðurblíðunnar á toppnum. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert