Fótalúnir ferðalangar halda ótrauðir áfram

Það var óneitanlega þjóðlegt að mæta þeim Kristjáni og Kristni …
Það var óneitanlega þjóðlegt að mæta þeim Kristjáni og Kristni í fallegum lopapeysum á hálendinu. Ljósmynd/fhg

Þeir félagarnir telja að það taki einn mánuð að ljúka yfir 500 kílómetra göngu sem liggur þvert yfir hálendið með öllum þeim áskorunum sem ferðalagið býður upp á. Blaðamaður mbl.is var svo heppin að hitta af hreinni tilviljun á félagana þar sem þeir hvíldu lúin bein við Hvannalindir, þar sem Fjalla-Eyvindur og Halla eru talin hafa alið manninn um stund undir lok 18.aldar.

Svæðið er einnig þekkt fyrir þær sakir að þar er að finna mikinn gróður, á borð við hvannir þaðan sem nafnið kemur, en ástæðan fyrir því er að um svæðið rennur á með lindavatni sem sprettur undan Lindahrauni. Því mætti segja að þetta sé einskonar vin í eyðimörkinni sem umlykur svæðið. Stutt frá svæðinu liggur Jökulsá á Fjöllum en þegar blaðamaður átti leið hjá var hún ansi ógnvekjandi og vatnsmikil. Félagarnir Kristinn og Kristján létu það þó ekki stöðva sig og óðu yfir beljandi ánna upp að öxlum. Ekki gekk það sársaukalaust fyrir sig og var Kristinn orðinn ansi fótalúinn eftir baráttuna eins ogmeðfylgjandi mynd sýnir.

Kristinn var orðinn ansi tættur eins og sjá má en …
Kristinn var orðinn ansi tættur eins og sjá má en lét engan bilbug á sér finna. Ljósmynd/fhg

Engan bilbug var þó að finna á félögunum sem stefna ótrauðir áfram þrátt fyrir mótbárur. Samkvæmt GPS mælingum virðast félagarnir komnir inn að Drekagili þar sem finna má skála Ferðafélags Íslands en óhætt er að fullyrða að vel verði tekið á móti þeim þar hafi þeir tíma til að  staldra við í kaffi hjá skálavörðum. 

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook síðu félaganna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka