Eftirlæti Öldu Karenar í New York  

Alda Karen Hjaltalín hefur búið í New York í tvö …
Alda Karen Hjaltalín hefur búið í New York í tvö ár og kann vel við sig. Úr einkasafni

Fyrirlesarinn og ráðgjafinn Alda Karen Hjaltalín hefur verið áberandi í umræðunni í samfélaginu að undanförnu en hún virðist óþreytandi í því stóra verkefni að búa til betri heim með því að fá fólk til að vinna í sjálfu sér. Alda Karen hefur búið og starfað í New York undanfarin tvö ár og býr á 34th stræti, rétt við hina víðfræðu Empire State-byggingu. Hún segist yfirleitt ferðast um borgina í neðanjarðarlest en þegar mikið liggi við þá grípi hún Uber-bíl eða Via-bíl því þá geti hún unnið í bílnum á milli staða.  

Fjölbreytt og framandi veitingaflóra 

Þegar Alda Karen er spurð að því hver eftirlætisveitingastaður hennar í borginni sé þá segir hún að valið á milli staða sé erfitt en segist þó fastakúnni á Sweetgreen í hádeginu sem sé salatstaður. „Besti og ódýrasti indverski maturinn er svo á Haandi í Midtown, allir leigubílstjórar í New York fara alltaf þangað í hádeginu, þannig veit maður að þetta er alvöru díll og mjög góður matur. Uppáhaldsrétturinn minn er svo samloka á BYGGYZ á The Lower East Side, svona ef ég vil tríta mig. Ef ég vil fara eitthvað fínt að þá fer ég á Blossom Du Jour á Upper West Side eða Buddakan í West Village,“ segir Alda Karen. Aðspurð hvert hennar eftirlætiskaffihús sé segist Alda Karen hitta vinina reglulega á MUD-kaffihúsinu á Lower East Side. „Ég mæli sérstaklega með vegan kanilsnúðunum og græna te-inu.“ 

Alda Karen ferðast oft á hjólabretti um borgina, þannig kemst …
Alda Karen ferðast oft á hjólabretti um borgina, þannig kemst hún hratt á milli staða. úr einkaeigu

 

Rökræður í almenningsgarði 

Það er líklega mikil áskorun að velja á milli afþreyinga í borginni en þegar Alda Karen er spurð að því hvernig hennar draumadagur líti út segist hún myndu byrja daginn á því að fara í boxtíma með Sofíu vinkonu sinni og þaðan beint í Hot Yoga-tíma í Yoga To The People . „Þaðan myndum við svo fara og hitta vinina á MUD-kaffihúsinu og finna svo góðan stað á Washington Square Park á hlýjum sumardegi, horfa á lífið og rökræða um heimspeki og lífspælingar. Um kvöldið færum við svo út að borða á Buddakan og myndum enda kvöldið á næs „speak easy“ bar eins og Hole in the Wall  eða kósý tónleikum í SoHo House .“ 

Verður aldrei fyrir vonbrigðum 

Fram undan er heilmikið að gerast í borginni og segist Alda Karen oft finna fyrir valkvíða á kvöldið um hvað hún eigi að gera en eitt sé þó víst og það er að hún verður aldrei fyrir vonbrigðum, hver svo sem viðburðurinn sé. Í júní verða tónleikar með Aríönu Grande i Madison Square sem Alda Karen og vinkonurnar ætla ekki að láta fram hjá sér fara. „Ég verð þarna fremst með vinkonum. Ég verð þar fremst með vinkonum mínum að syngja með eins hátt og ég get. Er strax byrjuð að undirbúa mig andlega fyrir þessa upplifun,“ segir Alda Karen að lokum. Hægt er að fylgjast með Öldu Karen á Facebook-síðu hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert