Íris Freyja sigldi um Sardiníu og varð ástfangin

Fyrirsætan Íris Freyja Salguero Kristínardóttir hefur verið dugleg að ferðast …
Fyrirsætan Íris Freyja Salguero Kristínardóttir hefur verið dugleg að ferðast í sumar.

Fyrirsætan og fyrrverandi fegurðardrottningin, Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, hefur verið dugleg að ferðast í sumar ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Agli Halldórssyni. Parið heimsótti marga töfrandi staði bæði hérlendis og erlendis. 

Íris starfar hjá íslenska húðvörufyrirtækinu Bioeffect, en hún segist kunna afar vel við sig í starfinu enda hafi hún mikinn áhuga á húðumhirðu. Íris var krýnd Miss Supranational Iceland árið 2021 og hefur einnig unnið sem fyrirsæta síðustu ár.

Íris og Egill alsæl í íslenskri náttúru.
Íris og Egill alsæl í íslenskri náttúru.

Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Ég hef ferðast mikið á Spáni og þá mest á suður Spáni og hef til dæmis farið til Malaga, Nerja, Tarifa og Bolonia. Annars hef ég líka farið til Danmerkur eins og flestir Íslendingar og til Noregs, Svíðþjóðar, Frakklands og Ítalíu, en einnig nokkrum sinnum til Lundúna.

Ég hef líka farið til Austurríkis, Sviss og Liechtenstein þar sem ég fór í 48 tíma göngu á milli landamæranna, og til Póllands þar sem ég keppti í Miss Supranational.“

Íris hefur ferðast til fjölda landa innan Evrópu.
Íris hefur ferðast til fjölda landa innan Evrópu.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Verð að segja ferðalagið til Sardiníu þar sem eyjan er svo ótrúlega falleg. Menningin var svo skemmtileg og strendurnar voru eins og úr bíómynd. Það skemmtilegasta sem við gerðum í ferðinni var að leigja bát og sigla meðfram ströndunum.“

Sardinía heillaði Írisi algjörlega, enda töfrandi eyja sem býður upp …
Sardinía heillaði Írisi algjörlega, enda töfrandi eyja sem býður upp á mikla náttúrufegurð.
Bátsferð Egils og Írisar stóp upp úr ferðinni.
Bátsferð Egils og Írisar stóp upp úr ferðinni.

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég elska öll ferðalög, bæði innanlands og til útlanda, en ég er hrifnust af sólarlandaferðum þar sem ég get verið á ströndinni og klæðst bikiníum og stuttbuxum allan daginn alla daga.“

Íris kann afar vel við sig á ströndinni og er …
Íris kann afar vel við sig á ströndinni og er því sérstaklega hrifin af sólarlandaferðum.

Hvert ferðaðist þú í sumar?

„Ég fór og gerði svo margt skemmtilegt í sumar. Hér innanlands fórum við Egill í Þórsmörk, Kerlingafjöll, Hveradali, Eyjafjörð, Þakgil, Skaftafell og er líklega að gleyma einhverju, en það sem stóð mest upp úr hér heima var klárlega Þórsmörk og Skaftafell enda endalaust af gönguleiðum þar og fallegri náttúru.

Íris og Egill áttu ævintýralegt sumar saman.
Íris og Egill áttu ævintýralegt sumar saman.

Við fórum einnig erlendis í sumar og heimsóttum Róm, Kaupmannahöfn, Mílanó og Sardiníu, en mér þótti Róm og Sardinía æðislegir áfangastaðir og mæli eindregið með því fyrir alla að heimsækja Sardiníu.“

Íris og Egill heimsóttu margar spennandi borgir í sumar, þar …
Íris og Egill heimsóttu margar spennandi borgir í sumar, þar á meðal Mílanó.

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Mér finnst Evrópa svo falleg og langar að sjá miklu meira af henni, en af þeim borgum sem ég hef heimsótt hingað til þá finnst mér Róm vera sú fallegasta. Öll húsin eru svo glæsileg og sagan af borginni er svo áhugaverð.“

Ástfangin í uppáhaldsborginni, Róm.
Ástfangin í uppáhaldsborginni, Róm.

En utan Evrópu?

„Hef ekki enn ferðast neitt utan Evrópu en kannski einn daginn.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

„Ég fór í svo margar útilegur í sumar, en það eru óteljandi fallegir staðir á Íslandi. Þórsmörk er þó uppáhaldsstaðurinn minn eins og er en ég átti yndislega helgi þar í sumar með góðu fólki.“

Þórsmörk er í sérstöku uppáhaldi hjá Írisi.
Þórsmörk er í sérstöku uppáhaldi hjá Írisi.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

„Ég elska þegar það er bjart allan sólarhringinn.“

En versta?

„Það sem ég hata mest við sumarið eru geitungar, ég er svo hrædd við þá.“

Hvert dreymir þig um að fara?

„Mig dreymir um að fara til Grikklands og sjá allar fallegu eyjarnar þar.“

Eru einhver ferðalög framundan hjá þér?

„Við Egill erum að fara til Parísar en svo langar okkur mjög mikið að fara til Spánar að hitta fjölskylduna mína. Annars verðum við alltaf dugleg að ferðast innanlands.“

Það er margt spennandi framundan hjá Írisi og Agli sem …
Það er margt spennandi framundan hjá Írisi og Agli sem ætla að vera dugleg að ferðast í vetur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert