Austfirskar stúlkur safna fyrir börn í Eþíópíu

Emilía Rós Ingimarsdóttir og Júlía Sigríður eru átta ára stúlkur …
Emilía Rós Ingimarsdóttir og Júlía Sigríður eru átta ára stúlkur með stórt hjarta. mbl.is/einkasafn

Þessar öflugu og örlátu átta ára stúlkur, Emilía Rós Ingimarsdóttir og Júlía Sigríður Grzegorzsdóttir, sem búa á Reyðarfirði, söfnuðu nýlega dósum í sínum heimabæ og ákváðu að gefa SOS barnaþorpunum andvirðið  af sölu dósanna, alls 12.756 krónur. Samkvæmt Hans Steinari Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa SOS barnaþorpanna, verður upphæðinni varið í fjölskyldueflingarverkefni sem hófst í Eþíópíu í janúar sl.

Það þarf að safna dágóðum fjölda af dósum til að …
Það þarf að safna dágóðum fjölda af dósum til að safna tæplega 13.000 til fátækra! mbl.is/einkasafn

Peningarnir koma að góðum notum fyrir skjólstæðinga fjölskyldueflingarinnar í þorpinu Tulu Moye. Þar búa m.a. systkinin Mena sem er 18 ára og eldri bróðir hennar Tee ásamt tveimur ungum systskinum sínum og eins árs gömlu barni Menu. Móðir þeirra er látin og faðir þeirra yfirgaf þau.

Með hjálp góðhjartaðs fólks eins og Emilíu og Júlíu geta skjólstæðingar fjölskyldueflingar SOS barnaþorpanna, umkomulaus börn, fengið mat á hverjum degi og aðstoð til að búa sig undir framtíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda