Fyrir börn sem elska dýr

National Geographic Kids er áhugaverð síða sem gaman er að …
National Geographic Kids er áhugaverð síða sem gaman er að skoða með börnunum. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Flestir kannast við hið glæsilega National Geographic-tímarit sem fjallar um náttúruna og vísindi. Tímaritið inniheldur fyrst og fremst greinar um vísindi, landafræði, sögu og heimsmenningu.

National Geographic Kids-tímaritið er fyrir börn á aldrinum 6 - 11 ára. Mörg börn á þeim aldri eru ákaflega hrifin af dýrum. Það getur verið gaman að skoða myndirnar sem reglulega eru birtar á Instagram og lesa fyrir börnin. 

Oft þarf ekki nema nokkur orð til að koma skemmtilegum umræðum í gang á heimilinu. Vissir þú sem dæmi að kanínur sem eru hvítar falla vel inn í snjóinn og fela sig þannig fyrir rándýrum? Að skjaldbökur mega gera ráð fyrir því að verða 100 ára gamlar? Eða að fílar elska að velta sér upp úr leðju? Þeir nota hana til að verja sig m.a. fyrir sólinni og skordýrum?




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda