Gallsteinar afa Gissa á svið

Bókin um Gallsteina afa Gissa er í endurprentun og mun …
Bókin um Gallsteina afa Gissa er í endurprentun og mun Leikfélag Akureyrar frumsýna barna- og fjölskyldusöngleik byggðan á bókinni í lok febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Leikfélag Akureyrar mun frumsýna barna- og fjölskyldusöngleik byggðan á bókinni Gallsteinar afa Gissa í Samkomuhúsinu 23. febrúar næstkomandi. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir en leikgerð unnu Kristín Helga Gunnarsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Bókin Gallsteinar afa Gissa er nú í endurprentun. Sagan er yfirnáttúruleg fjölskyldusaga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem hefur slegið í gegn með Fíusól, Móa hrekkjusvíni og fleiri litríkum persónum. Hún hefur tvívegis hlotið barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin, Bókaverðlaun barnanna fimm sinnum og Sögustein IBBY fyrir feril. Þá var saga hennar Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels tilnefnd til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Gallsteinar afa Gissa fjallar um Torfa og Grímu sem eiga virkilega leiðinlega fjölskyldu. Mamma þeirra er skipanaglaður harðstjóri með hollustuæði, pabbinn er viðutan vinnusjúklingur og Úlfur er ömurlegt unglingaskrímsli. Systkinin dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Getur hinn síglaði sjóari, afi Gissi, látið draumana rætast? Hvað gerist ef Torfi og Gríma eignast óskasteina? Geta óskir verið hættulegar?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda