Körfuboltakappinn Jón Arnór Stefánsson og eiginkona hans Lilja Björk Guðmundsdóttir eignuðust dóttur á dögunum. Fyrir áttu hjónin son og dóttur.
„Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn,“ skrifaði Jón Arnór á Instagram og birti mynd af sér og dóttur sinni.
Jón Arnór og Lilja Björk gengu í það heilaga í fyrir fjórum árum eins og Smartland greindi frá á sínum tíma.
Barnavefur Mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.