Lísa og Sigrún kynntust í fæðingarorlofi

Lísa María Markúsdóttir og Sigrún H. Einarsdóttir.
Lísa María Markúsdóttir og Sigrún H. Einarsdóttir.

Vinkonurnar Lísa María Markúsdóttir og Sigrún H. Einarsdóttir kynntust í fæðingarorlofi árið 2014. Báðar eignuðust þær dætur það ár og hafa allar götur síðan haldið sambandi. Síðan þær kynntust hefur þær langað að sameina krafta sína á einhvern hátt og búa eitthvað til. Nú hafa þær sett netverslunina FunFun.is sem endurspeglar þeirra helstu áhugamál sem eru hreyfing og heilsusamlegt líferni en ekki síst uppeldi barna þeirra. 

„Okkar markmið er að bjóða upp á vandaðar gæðavörur sem efla sköpunargáfu og stuðla að virkum leik á öruggan og skemmtilegan hátt fyrir börn á öllum aldri. Vörurnar koma frá margverðlaunuðum bandarískum framleiðanda sem leggur mikið uppúr gæðum og öryggi, fyrir utan það að vera frábærar og heilsueflandi vörur sem krakkar elska, þannig að við gætum ekki verið sáttari og hlökkum til að halda áfram að bæta við úrvalið með mestan áherslu á vörur sem stuðla að hreyfingu barna,“ segja Lísa María og Sigrún. 

Eitt af því sem þær selja er hafmeyjusporðar sem slegið hafa í gegn um allan heim og hafa stjörnur eins og Kardashian systur lýst yfir aðdáun sinni á vörunni. Einnig er þar að finna hafmeyjubúninga fyrir yngri börn sem ekki eru orðin synd, hákarlaugga, æðisleg kúruteppi sem einnig má nota sem búninga og margt fleira.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda