Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið komst að því í gær í skemmtilegri kynjaveislu að þau eiga von á dreng.
Guðmundur er sonur Felix Bergssonar og verður sonur Guðmundar því fyrsta barnabarn Felix og eiginmanns hans Baldurs Þórhallssonar.
Guðmundur og Þuríður Blær hafa bæði átt góðu gengi að fagna í leiklistinni á síðustu árum. Þuríður er einnig ein af liðskonum Reykjavíkurdætra sem hafa notið mikillar hylli bæði hér heima og erlendis.
Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni allri til hamingju!