Rúv-parið Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eignuðust dreng 10. febrúar. Þetta er fyrsta barn þeirra Eddu og Vilhjálms saman.
Páll Magnússon, faðir Eddu Sifjar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti um fæðingu afastráksins á Facebook í gærkvöldi.
„Þessi litli kútur ákvað að líta dagsins ljós á mánudaginn — þegar afi hans var á þvælingi á norðausturhorni landsins. Það urðu miklir fagnaðarfundir — a.m.k. af minni hálfu — þegar ég fékk loksins að knúsa hann og kyssa. Móður og peyja heilsast vel!“ skrifar Páll í færslu sinni.
Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju.