Fæðingin það erfiðasta sem Annie hefur upplifað

Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius eignuðust dóttur í síðustu …
Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius eignuðust dóttur í síðustu viku. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um fæðingu dóttur sinnar á Instagram á sunnudaginn en Annie eignaðist dóttur í síðustu viku með kærasta sínum Frederik Aeg­idius. Annie sagði meðgönguna hafa gengið vel en fæðingin var öllu erfiðari. 

„Að fæða barn er töfrandi. Þú gengur með þetta í níu mánuði, sérð fyrir þér komuna með öllu því góða og erfiða sem kemur með því,“ skrifaði Annie sem viðurkenndi að hafa séð fyrir sér fæðinguna eins og 99 prósent af fæðingum á Íslandi. Hún segir þó að þegar á hólminn var komið var hennar fæðing ekki þannig. 

„Laugardaginn 8. ágúst, þremur dögum eftir settan dag vaknaði ég snemma með mjög sársaukafulla samdrætti. Klukkan tíu um kvöldið fór ég á spítalann af því að vatnið fór fyrr um daginn og það þurfti að fylgjast með heilsu barns míns. Ég fékk verkjalyf til þess að reyna að sofa og vegna COVID-19 þurfti ég að vera ein þar sem að Frederik mátti ekki koma fyrr en ég var komin lengra inn í fæðinguna,“ skrifaði Annie. 

Klukkan þrjú daginn eftir fékk Frederik að koma til Annie. Þau komust þó að því að dóttir þeirra var ekki í góðri stöðu. Andlitið vísaði upp og hallaði til hliðar og tók stúlkan því mikið pláss. Annie segir að þau hafi vonast til þess að hún snéri sér auk þess sem starfsfólk reyndi að snúa henni án árangurs. 

„Við enduðum á skurðstofu fyrir sogklukku – tilbúin fyrir bráðakeisara. Með yfir tíu manns í herberginu, fjórir af þeim héldu mér á meðan ég rembdist, með sogklukku á höfðinu byrjuðum við. Eftir fimm tilraunir til þess að fá hana til að hreyfa sig og öflugasta rembing lífs míns fengum við hana út. 

Á mánudaginn klukkan 12:16 eftir ég veit ekki hvað marga klukkutíma í fæðingu kom litla stelpan mín í heiminn án hljóðs og það voru erfiðustu mínútur í lífi mínu. Svo allt í einu svakalega sterkur grátur og 100 prósent heilbrigð,“ skrifaði Annie. Dóttir hennar var 3.904 grömm þegar hún fæddist og 54 sentímetrar. 

Annie segir að dóttir hennar sé það mikilvægasta í lífi hennar. Hún er einnig afar þakklát ljósmæðrunum og læknunum á spítalanum.

„Ég endaði á því að missa yfir tvo lítra af blóði og á langan bata fyrir höndum,“ skrifaði Annie sem segist þó jafna sig með kærasta og dóttur sér við hlið. 

View this post on Instagram

Giving birth is magical. You carry this thing around for 9 months, anticipating the arrival with all the good and all the struggles it brings. I anticipated my birth to be like 99% of normal Icelandic births, but it didn’t turn out that way.  I am not going to go into details but this is the single hardest thing I have ever had to do. My pregnancy was incredible. I was able to train and be active throughout and my body and mind felt so good.   Saturday the 8th of August, 3 days past my due date, I woke up early in the morning with very painful contractions. At 10pm that evening I got admitted to the hospital because my water had broken early that same day so my babies health had to be monitored.  I got pain medication to try to sleep and because of covid-19, I had to be by myself since Frederik was not allowed with me until further into labor. 3pm the following day Frederik could finally join me. We found out that her head was not in a good position for pushing - star gazer so face up and tilted which means she needs a lot more space to get out. We hoped she would turn by herself and the staff had a few tries to turn her - without success. We ended up in the surgical room for vacuum - ready for emergency c section. With over 10 people in the room, 4 of them holding me in place while pushing, suction on her head we got started. It took 5 attempts to get her moving and with the hardest push I have done in my life, we got her out. On Monday at 1216pm, I don’t know how many hours in labor, my baby girl came into the world with, soundless, and these were a few of the longest minutes of my life. Then finally a super strong cry and 100% healthy ❤️ 3904g - 54cm long ! With her first breath, this girl became the most important thing in my world ❤️ I am SO grateful for the midwifes that tended to me at the hospital and the doctors monitoring and assisting bringing my diamond safely into this world. I ended up loosing more than 2 L of blood and have a long recovery ahead of me. I may not be myself today and it may take some time. I need help doing the simplest tasks, but I will recover. I have Frederik and my girl by my side - and with them

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 15, 2020 at 3:02pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert