Opinberaði óléttu Carey sem missti síðan fóstrið

Mariuh Carey leið illa í þætti Ellenar DeGeneres fyrir 12 …
Mariuh Carey leið illa í þætti Ellenar DeGeneres fyrir 12 árum. Samsett mynd

Söngkonan Mariah Carey ætlaði ekki að greina frá þungun sinni í spjallþætti Ellenar DeGeneres í lok árs árið 2008. DeGeneres vissi af orðrómi um þungun Carey og bað hana þess vegna að drekka vín. Um leið varð þungun Carey opinber en hún missti fóstrið stuttu seinna. 

„Mér leið ótrúlega óþægilega á þessari stundu, það er það eina sem ég get sagt. Og ég hef átt erfitt með að glíma við það sem kom á eftir,“ sagði Carey sem missti síðan fóstrið að því er fram kemur í viðtali við hana á vef Vulture.

Mikið hefur verið fjallað um illkvitni DeGeneres á undanförnum vikum og mánuðum. Carey sagðist ekki vilja kasta neinum fyrir strætó sem væri ekki þegar undir honum en endurtók að henni leið illa. 

Í viðtalinu 12 árum síðar nefnir DeGeneres að fólk sé að tala um að Carey sé ólétt. DeGeneres sagðist ekki ætla að spyrja Carey út í orðróminn en býður henni kampavín. Carey reyndi að afsaka sig með því að kampavín væri fitandi og að hún drykki ekki svona snemma dags. Hún þóttist á endanum taka sopa og vissi fólk þá að hún var ólétt. 

Carey á í dag tvö börn. Næstum því tveimur árum eftir viðtalið eða í október 2010 tilkynnti Carey að hún ætti von á tvíburum með þáverandi eiginmanni sínum Nick Cannon. Tvíburarnir Moroccan og Monroe komu í heiminn í apríl 2011 á fjögurra ára brúðkaupsafmæli hjónanna fyrrverandi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert